Völd forseta Íslands (framhald…) Michel Sallé skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Tengdar fréttir Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013.
Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun