Donald Trump skipar ekki lengur fyrsta sætið í forvali forsetaframbjóðenda repúblikanaflokksins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Wall Street Journal og NBC.
Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz hefur náð forystunni er nú með tuttugu og átta prósenta fylgi.
Trump er samkvæmt skoðanakönnuninni með tuttugu og sex prósenta fylgi, næstur kemur Marco Rubio með sautján prósent en síðastur er Jeb Bush með einungis fjögurra prósenta fylgi.
Trump ekki lengur með forystu
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
