Brasilíumaðurinn Jose Aldo spáir því að Írinn Conor McGregor muni ekki eiga gott ár og verði án titils í lok ársins.
Conor aftur á móti ætlar sér að vera með tvö, og jafnvel þrjú, belti í lok þessa árs.
Aldo er enn að sleikja sárin eftir að hafa verið rotaður af McGregor á 13 sekúndum í titilbardaga þeirra í desember. Næst mætir Conor landa Aldo, Rafael dos Anjos, í bardaga um léttvigtarbeltið.
„Það verður erfitt fyrir Conor. Ég er á því að hann verði ekki með neitt belti í lok ársins. Þess utan munu allir gleyma honum,“ segir Aldo.
„Hann á sér þennan draum en það er alveg klárt að hann verður ekki heimsmeistari í lok ársins. Ég sé Rafael vinna hann í mars og ég mun svo endurheimta mitt belti. Það er staðreynd.“
Aldo: Allir búnir að gleyma Conor í lok ársins

Tengdar fréttir

Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum
Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt.

Aldo vill annan bardaga við McGregor
"Enn erfitt að kyngja tapinu,“ sagði Jose Aldo við fjölmiðla í heimalandinu.

Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor
Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól.

„Conor verður laminn illa og mun sjálfur stöðva bardagann“
Þjálfari Rafael dos Anjos telur Íslandsvininn Conor McGregor ekkert hafa að gera í sinn mann í léttvigtinni.