Heppinn aðdáandi náði mynd af sér með Ed Sheeran á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 10:41 Sheeran skellti í sig steikarsamloku í gær. vísir/getty/gamlafjósið Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“