Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 14:46 Frá Reynisfjöru. vísir/friðrik þór Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir vaktina hafa gengið þokkalega vel að mestu leyti. „Við höfum nú séð ótrúlegustu hluti gerast hérna. Eins og til dæmis í gær þá stöðvuðum við tvo menn sem komu út úr bílnum á sundskýlunum einum fata og héldu að það væri bara allt í lagi að fara og skella sér í kaldan sjóinn. Þeir gerðu sér enga grein fyrir hættunni en það var heilmikið brim hérna í gær. Þannig að við erum að eiga við ýmislegt hérna og erum ekki með þessa vakt að ástæðulausu,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann að allt að fjögur þúsund manns komi í Reynisfjöru á hverjum degi en það fari dálítið eftir veðri hversu mikill fjöldi fólks leggi leið sína þangað. Sveinn segir að sunnudagurinn hafi til að mynda verið nokkuð stór og þá hefur verið gott veður á svæðinu bæði í gær og í dag. Hann segir ferðamennina að öllu jöfnu fara eftir tilmælum lögreglu um að fara varlega og koma sér ekki í hættu. „Við höfum verið nokkuð grimmir á því að biðja fólk um að fara í burtu ef við sjáum að það er að skapast einhver hætta og flestir hafa orðið við því. Þó er alltaf einn og einn sem fer það sem hann ætlar sér,“ segir Sveinn. Vakt lögreglunnar í Reynisfjöru lýkur að óbreyttu næsta fimmtudag og segist Sveinn Kristján búast við því að þá verði búið að gera ráðstafanir til að tryggja betur öryggi ferðamanna í fjörunni. Fundað hefur verið um hvað hægt sé að gera og segir Sveinn Kristján að stefnt sé að því meðal annars að bæta til muna merkingar á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir vaktina hafa gengið þokkalega vel að mestu leyti. „Við höfum nú séð ótrúlegustu hluti gerast hérna. Eins og til dæmis í gær þá stöðvuðum við tvo menn sem komu út úr bílnum á sundskýlunum einum fata og héldu að það væri bara allt í lagi að fara og skella sér í kaldan sjóinn. Þeir gerðu sér enga grein fyrir hættunni en það var heilmikið brim hérna í gær. Þannig að við erum að eiga við ýmislegt hérna og erum ekki með þessa vakt að ástæðulausu,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann að allt að fjögur þúsund manns komi í Reynisfjöru á hverjum degi en það fari dálítið eftir veðri hversu mikill fjöldi fólks leggi leið sína þangað. Sveinn segir að sunnudagurinn hafi til að mynda verið nokkuð stór og þá hefur verið gott veður á svæðinu bæði í gær og í dag. Hann segir ferðamennina að öllu jöfnu fara eftir tilmælum lögreglu um að fara varlega og koma sér ekki í hættu. „Við höfum verið nokkuð grimmir á því að biðja fólk um að fara í burtu ef við sjáum að það er að skapast einhver hætta og flestir hafa orðið við því. Þó er alltaf einn og einn sem fer það sem hann ætlar sér,“ segir Sveinn. Vakt lögreglunnar í Reynisfjöru lýkur að óbreyttu næsta fimmtudag og segist Sveinn Kristján búast við því að þá verði búið að gera ráðstafanir til að tryggja betur öryggi ferðamanna í fjörunni. Fundað hefur verið um hvað hægt sé að gera og segir Sveinn Kristján að stefnt sé að því meðal annars að bæta til muna merkingar á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“