Það versta afstaðið á Patreksfirði en bætir enn í snjóinn frameftir degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 08:54 Rýmingarkort af Patreksfirði. Mikið hefur dregið úr snjókomu á Patreksfirði en hættustig vegna snjóflóðahættu verður þó að öllum líkindum í gildi fram eftir degi þar sem áfram mun snjóa í bænum. Þetta segir Tómas Jóhannesson hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Í gær voru sex hús í bænum rýmd og segir Tómas að rýmingunni verði væntanlega ekki aflétt fyrr en veðrið hefur gengið niður seinna í dag. Þó hafa vaktmenn fyrir vestan ekki orðið varir við að nein flóð hafi fallið á því svæði á Patreksfirði þar sem hús voru rýmd en menn hafi varann á. „Það versta er afstaðið en það heldur áfram að bæta í snjóinn í dag. Þetta er mikil snjókoma miðað við þá úrkomu sem er vanalega þegar það snjóar en úrkoman síðan í gærkvöldi á Patreksfirði er komin í 50 millimetra og það bætir enn í mælinn,“ segir Tómas. Hann segir að mun meira hafi snjóað á Patreksfirði og Tálknafirði en annars staðar á Vestfjörðum. Þannig hafi ekki verið mjög mikil úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum en mikill skafrenningur og ófærð vegna veðurhæðar. Þá segir Tómas að menn séu með varann á sér á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. „Það er fyrst og fremst ákveðinn viðbúnaður í sambandi við vegi í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði og svo hafa menn verið að ræða hættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi en við höfum ekki séð nein flóð þar enn sem komið er. Þarna er þetta fyrst og fremst skafrenningur og veðurhæð sem menn hafa áhyggjur af að geti komið einhverju af stað.“ Einnig er fylgst með fjöllum á Austurlandi en mikil úrkoma var þar í gær og nótt en veðrið hefur nú gengið niður. Sjá nánar um snjóflóðahættu á vef Veðurstofunnar. Veður Tengdar fréttir Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Mikið hefur dregið úr snjókomu á Patreksfirði en hættustig vegna snjóflóðahættu verður þó að öllum líkindum í gildi fram eftir degi þar sem áfram mun snjóa í bænum. Þetta segir Tómas Jóhannesson hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Í gær voru sex hús í bænum rýmd og segir Tómas að rýmingunni verði væntanlega ekki aflétt fyrr en veðrið hefur gengið niður seinna í dag. Þó hafa vaktmenn fyrir vestan ekki orðið varir við að nein flóð hafi fallið á því svæði á Patreksfirði þar sem hús voru rýmd en menn hafi varann á. „Það versta er afstaðið en það heldur áfram að bæta í snjóinn í dag. Þetta er mikil snjókoma miðað við þá úrkomu sem er vanalega þegar það snjóar en úrkoman síðan í gærkvöldi á Patreksfirði er komin í 50 millimetra og það bætir enn í mælinn,“ segir Tómas. Hann segir að mun meira hafi snjóað á Patreksfirði og Tálknafirði en annars staðar á Vestfjörðum. Þannig hafi ekki verið mjög mikil úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum en mikill skafrenningur og ófærð vegna veðurhæðar. Þá segir Tómas að menn séu með varann á sér á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. „Það er fyrst og fremst ákveðinn viðbúnaður í sambandi við vegi í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði og svo hafa menn verið að ræða hættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi en við höfum ekki séð nein flóð þar enn sem komið er. Þarna er þetta fyrst og fremst skafrenningur og veðurhæð sem menn hafa áhyggjur af að geti komið einhverju af stað.“ Einnig er fylgst með fjöllum á Austurlandi en mikil úrkoma var þar í gær og nótt en veðrið hefur nú gengið niður. Sjá nánar um snjóflóðahættu á vef Veðurstofunnar.
Veður Tengdar fréttir Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38