Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 12:00 Rafael dos Anjos, Dana White og Conor McGregor á blaðamannafundi. vísir/getty Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, reynir þann 5. mars að verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til að bera tvo heimsmeistaratitla. Hann berst við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos í Las Vegas á UFC 196-bardagakvöldinu um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en þessi 31 árs gamli Brassi er lang bestur í léttvigtinni þessa stundina. „Ég veit ekki hvernig Conor á að vinna þennan bardaga. Hann er fjaðurvigtarmeistarinn en er að færa sig upp um þyngdarflokk og berjast við skrímsli,“ segir Dana White, forseti UFC. Það að White hafi ekki tröllatrú á Conor kemur nokkuð á óvart en hingað til hefur forsetinn stutt írska vélbyssukjaftinn í öllu sem hann hefur gert. Dos Anjos varð heimsmeistari í léttvigt í mars í fyrra þegar hann barði Anthony Pettis sundur og saman og vann á stigum. Hann varði svo titilinn gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í desember með rothöggi í fyrstu lotu. White hefur áhyggjur af Conor og telur að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga í UFC laugardagskvöldið 5. mars því það er meira en að segja það að fara upp um þyngdarflokk í UFC. „Anjos rústaði Cowboy Cerrone og Anthony Pettis. Þetta er ekki eins og í hnefaleikum þar sem þú ferð upp um 1 eða 1,3 kíló. Hann er að fara upp um tæp sjö kíló,“ segir Dana White..@ufc President @danawhite tells @anezbitt he doesn't see how @TheNotoriousMMA could win his next fight.https://t.co/C6hU5npDbK— AtTheBuzzer (@TheBuzzerOnFOX) February 4, 2016 MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, reynir þann 5. mars að verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til að bera tvo heimsmeistaratitla. Hann berst við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos í Las Vegas á UFC 196-bardagakvöldinu um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en þessi 31 árs gamli Brassi er lang bestur í léttvigtinni þessa stundina. „Ég veit ekki hvernig Conor á að vinna þennan bardaga. Hann er fjaðurvigtarmeistarinn en er að færa sig upp um þyngdarflokk og berjast við skrímsli,“ segir Dana White, forseti UFC. Það að White hafi ekki tröllatrú á Conor kemur nokkuð á óvart en hingað til hefur forsetinn stutt írska vélbyssukjaftinn í öllu sem hann hefur gert. Dos Anjos varð heimsmeistari í léttvigt í mars í fyrra þegar hann barði Anthony Pettis sundur og saman og vann á stigum. Hann varði svo titilinn gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í desember með rothöggi í fyrstu lotu. White hefur áhyggjur af Conor og telur að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga í UFC laugardagskvöldið 5. mars því það er meira en að segja það að fara upp um þyngdarflokk í UFC. „Anjos rústaði Cowboy Cerrone og Anthony Pettis. Þetta er ekki eins og í hnefaleikum þar sem þú ferð upp um 1 eða 1,3 kíló. Hann er að fara upp um tæp sjö kíló,“ segir Dana White..@ufc President @danawhite tells @anezbitt he doesn't see how @TheNotoriousMMA could win his next fight.https://t.co/C6hU5npDbK— AtTheBuzzer (@TheBuzzerOnFOX) February 4, 2016
MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30
Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30