Vildi tengjast landinu Magnús Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2016 11:00 Ásgrímur Jónsson málaði mikið úti við á árunum eftir að hann kom heim frá námi. Undir berum himni er ný sýning í safni Ásgríms Jónssonar á málverkum Ásgríms sjálfs. Sýningin opnaði á safnanótt en sýningarstjóri er Rakel Pétursdóttir og hún segir að margir hafi beðið eftir því að verkin sem hér um ræðir komi til sýningar og hér sé því komið tilvalið tækifæri til þess að skoða þetta tímabil í verkum Ásgríms. „Við erum að sýna verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir, sem eru að stærstum hluta frá þeim tíma eftir að Ásgrímur kemur heim úr námi við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1909. Hann hraðaði sér heim frelsinu feginn til þess nýta áunna þekkingu og til að mála náttúru landsins. Áherslan er á suðurströndina og hann fer margar ferðir alveg austur í Skaftafellssýslur og málar mikið úti við.“ Aðspurð hvort að þetta tímabil hafi verið mótandi í list Ásgríms segir Rakel: „Við erum alla vega þakklát fyrir þetta tímabil í hans list. Að eiga þessar flottu vatnslitamyndir og málverk frá þessum tíma því þetta eru mjög glæsileg verk. Ásgrímur vann afskaplega vel úr sinni akademísku skólun og þó að skólinn þætti að mörgu leyti staðnaður á þessum tíma var Ásgrímur meðvitaður um það. Fór mikið á söfn og sýningar til þess að fylgjast með hvað væri að gerast og sér t.d. bæði Rambrandt og Van Gogh. En það má segja að þeirra áhrifa gæti seinna því þarna er hann fyrst og fremst að nýta þessa akademísku menntun. Hann gerir þetta samt á eigin forsendum. Þeir sem eru að mála úti við mynda oft hópa eins og Skagen málararnir og þetta er oft mikil deigla en Ásgrímur var mikið einn á ferðinni. Hann var mikið að vinna með birtuna og það má sjá í endurminningum hans hversu óþreyjufullur hann var að koma heim og tengjast landinu á ný.“ Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Undir berum himni er ný sýning í safni Ásgríms Jónssonar á málverkum Ásgríms sjálfs. Sýningin opnaði á safnanótt en sýningarstjóri er Rakel Pétursdóttir og hún segir að margir hafi beðið eftir því að verkin sem hér um ræðir komi til sýningar og hér sé því komið tilvalið tækifæri til þess að skoða þetta tímabil í verkum Ásgríms. „Við erum að sýna verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir, sem eru að stærstum hluta frá þeim tíma eftir að Ásgrímur kemur heim úr námi við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1909. Hann hraðaði sér heim frelsinu feginn til þess nýta áunna þekkingu og til að mála náttúru landsins. Áherslan er á suðurströndina og hann fer margar ferðir alveg austur í Skaftafellssýslur og málar mikið úti við.“ Aðspurð hvort að þetta tímabil hafi verið mótandi í list Ásgríms segir Rakel: „Við erum alla vega þakklát fyrir þetta tímabil í hans list. Að eiga þessar flottu vatnslitamyndir og málverk frá þessum tíma því þetta eru mjög glæsileg verk. Ásgrímur vann afskaplega vel úr sinni akademísku skólun og þó að skólinn þætti að mörgu leyti staðnaður á þessum tíma var Ásgrímur meðvitaður um það. Fór mikið á söfn og sýningar til þess að fylgjast með hvað væri að gerast og sér t.d. bæði Rambrandt og Van Gogh. En það má segja að þeirra áhrifa gæti seinna því þarna er hann fyrst og fremst að nýta þessa akademísku menntun. Hann gerir þetta samt á eigin forsendum. Þeir sem eru að mála úti við mynda oft hópa eins og Skagen málararnir og þetta er oft mikil deigla en Ásgrímur var mikið einn á ferðinni. Hann var mikið að vinna með birtuna og það má sjá í endurminningum hans hversu óþreyjufullur hann var að koma heim og tengjast landinu á ný.“
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira