Á bjargbrúninni Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 10:00 Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Fylgið nær varla tíu prósentum í könnunum og fer minnkandi. Erfitt er að finna einfalda skýringu. Þátttaka í óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ræður nokkru. Flokkurinn fékk einungis rétt þrettán prósent í kosningunum 2013, tæpum sautján prósentum minna en í kosningunum á undan. Síðan þá hefur hallað undan fæti. En fleira ræður ferð. Formaðurinn, Árni Páll Árnason, verður að axla ábyrgð á stöðunni. Hann hefur ekki náð að sýna sparihliðarnar. Hann hefur verið laskaður frá fyrstu dögum þegar hann lýsti yfir, í andstöðu við flesta þingmenn og stuðningsmenn, að stjórnarskrármálið yrði ekki klárað fyrir þinglok. Síðan hefur lítið heyrst eða spurst af því máli úr herbúðum Samfylkingarinnar. Fjallað er um málið í enn einni eilífðarnefndinni. Skipbrotið í stjórnarskrármálinu var raunar, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti á, einkennandi fyrir Jóhönnustjórnina. Stærstu málin strönduðu á skeri. Kannski líður formaðurinn og flokkurinn enn fyrir það. Þá hefur Árni þurft að þola illa ígrundaðar árásir samherja sinna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn honum á síðasta landsfundi. Árni vann með minnsta mun og stóð illa særður eftir. Orðspor Sigríðar beið sömuleiðis hnekki vegna þess hvernig staðið var að framboði hennar. Sigríður, ásamt Helga Hjörvar þingflokksformanni, stóð svo að því að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar í þinginu. Tillagan var lögð fram í andstöðu við formanninn, og að sögn til að kalla fram afstöðu Framsóknarflokksins í málinu! Raunar var Árni Páll rökfastur í málinu og kom ágætlega út persónulega. Sama var ekki hægt að segja um frumvarpsflytjendur. Aftur svipaði þingliði Samfylkingarinnar til rökþrota liðsmanna ræðuliðs á framhaldsskólastigi, fremur en stjórnmálaflokks sem stefnir til áhrifa á landsvísu. Varla er hægt að kenna formanninum einum um það. Þetta er að einhverju leyti ímyndarvandi Samfylkingarinnar. Framvarðasveit flokksins er sundurleit og virðist upptekin af pólitískri leikjafræði fremur en uppbyggilegri umræðu. Stefnumálin eru abstrakt, pólitískt rétthugsuð og fremur sjálfsögð. Það vantar frumlega hugsun og kjöt á beinin. Á meðan fara Píratar með himinskautum. Erfitt er að sjá að Árni Páll verði langlífur í embætti. Hvað eftirmenn varðar hefur nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra verið nefnt. Hann hefur hins vegar um nóg að hugsa í borginni, fjárhagsstaðan er þröng og hann hefur oft notið meiri lýðhylli. Helgi Hjörvar er sagður á formannsbuxunum en kom ekki vel út úr verðtryggingarmálinu. Sigríður Ingibjörg hlýtur að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum. Katrín Júlíusdóttir hefur örugglega dug, en spurning hvort hún hafi áhuga eða nennu. Svo er spurning hvað Össur gerir. Rennur honum blóðið til skyldunnar eða leitar hugurinn suður á Bessastaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Fylgið nær varla tíu prósentum í könnunum og fer minnkandi. Erfitt er að finna einfalda skýringu. Þátttaka í óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ræður nokkru. Flokkurinn fékk einungis rétt þrettán prósent í kosningunum 2013, tæpum sautján prósentum minna en í kosningunum á undan. Síðan þá hefur hallað undan fæti. En fleira ræður ferð. Formaðurinn, Árni Páll Árnason, verður að axla ábyrgð á stöðunni. Hann hefur ekki náð að sýna sparihliðarnar. Hann hefur verið laskaður frá fyrstu dögum þegar hann lýsti yfir, í andstöðu við flesta þingmenn og stuðningsmenn, að stjórnarskrármálið yrði ekki klárað fyrir þinglok. Síðan hefur lítið heyrst eða spurst af því máli úr herbúðum Samfylkingarinnar. Fjallað er um málið í enn einni eilífðarnefndinni. Skipbrotið í stjórnarskrármálinu var raunar, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti á, einkennandi fyrir Jóhönnustjórnina. Stærstu málin strönduðu á skeri. Kannski líður formaðurinn og flokkurinn enn fyrir það. Þá hefur Árni þurft að þola illa ígrundaðar árásir samherja sinna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn honum á síðasta landsfundi. Árni vann með minnsta mun og stóð illa særður eftir. Orðspor Sigríðar beið sömuleiðis hnekki vegna þess hvernig staðið var að framboði hennar. Sigríður, ásamt Helga Hjörvar þingflokksformanni, stóð svo að því að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar í þinginu. Tillagan var lögð fram í andstöðu við formanninn, og að sögn til að kalla fram afstöðu Framsóknarflokksins í málinu! Raunar var Árni Páll rökfastur í málinu og kom ágætlega út persónulega. Sama var ekki hægt að segja um frumvarpsflytjendur. Aftur svipaði þingliði Samfylkingarinnar til rökþrota liðsmanna ræðuliðs á framhaldsskólastigi, fremur en stjórnmálaflokks sem stefnir til áhrifa á landsvísu. Varla er hægt að kenna formanninum einum um það. Þetta er að einhverju leyti ímyndarvandi Samfylkingarinnar. Framvarðasveit flokksins er sundurleit og virðist upptekin af pólitískri leikjafræði fremur en uppbyggilegri umræðu. Stefnumálin eru abstrakt, pólitískt rétthugsuð og fremur sjálfsögð. Það vantar frumlega hugsun og kjöt á beinin. Á meðan fara Píratar með himinskautum. Erfitt er að sjá að Árni Páll verði langlífur í embætti. Hvað eftirmenn varðar hefur nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra verið nefnt. Hann hefur hins vegar um nóg að hugsa í borginni, fjárhagsstaðan er þröng og hann hefur oft notið meiri lýðhylli. Helgi Hjörvar er sagður á formannsbuxunum en kom ekki vel út úr verðtryggingarmálinu. Sigríður Ingibjörg hlýtur að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum. Katrín Júlíusdóttir hefur örugglega dug, en spurning hvort hún hafi áhuga eða nennu. Svo er spurning hvað Össur gerir. Rennur honum blóðið til skyldunnar eða leitar hugurinn suður á Bessastaði?
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun