Aníta: Hjálpa vonandi strákunum eitthvað líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2016 06:00 Aníta Hinriksdóttir segir árangur sinn á HM í Peking í Kína í fyrra hafi verið mjög hvetjandi. Vísir/Getty Aníta Hinriksdóttir hefur byrjað árið 2016 vel. Á Reykjavíkurleikunum tryggði hún sér farseðilinn á HM í Portland með heimsklassa 800 metra hlaupi og á Stórmóti ÍR um helgina bætti hún sig í 400 metra hlaupi í fyrsta sinn í langan tíma. „Það var léttir fyrir mig að ná þessu því við höfum verið að leggja meiri áherslu á hraða. Það var gott að sjá að það væri að skila sér. Það var langt síðan að ég hafði náð að bæta mig í 400 metrunum þannig að hún var kærkomin. Þetta er mjög jákvætt og gefur mér sjálfstraust," sagði Aníta og þessa dagana er mót um hverja helgi. „Það er mjög flott mót um næstu helgi þegar ég keppi á Norðurlandamótinu í Svíþjóð,“ segir Aníta. Hún fær mikla samkeppni um gullið á NM í ár og fagnar því enda mikil keppnismanneskja.Flott að komast í harða keppni „Þær eru nokkrar á Norðurlöndum svolítið sterkar núna í 800 metra hlaupi og það verður mjög spennandi fyrir mig að keppa við þær. Það er líka flottur undirbúningur fyrir HM í mars að komast í svona harða keppni,“ segir Aníta sem fagnar möguleikanum á að taka þátt í krefjandi og fjölmennu hlaupi. „Þetta er svolítið sem lærist á því að gera það. Það er því mikilvægt að fá slatta af svoleiðis hlaupum,“ segir Aníta. Hún kann vel sig á þessum árstíma og hefur bætt ófá Íslandsmetin á fyrstu mánuðum ársins. „Ég kann mjög vel við þessi innanhússmót og nota þau til að keyra mig í gang,“ segir Aníta en hvort met hennar í 800 metrunum fellur á NM verður þó að koma í ljós eftir tæpa viku. Áður en innanhússtímabilið hófst þá fór Aníta í æfingabúðir hinum megin á hnettinum. „Við vorum í Suður-Afríku í tvær vikur. Þetta er frábær staður sem er í dálítilli hæð þannig að maður fær örlítið áhrifin af því. Svo er skothelt veður og góður hópur sem fór,“ segir Aníta. Hún var ekki eini 800 metra hlauparinn á svæðinu.Myndaði öðruvísi tengsl „Þetta er mjög vinsæll staður hjá 800 metra hlaupurum þannig að maður hittir allt þetta fólk sem maður sér á mótum. Það myndast líka öðruvísi tengsl þarna þegar við erum að æfa á sama stað miðað við það að hittast í keppni. Ég náði að mynda aðeins kunningjatengsl þarna úti,” segir Aníta sem var himinlifandi með ferðina. „Við fórum líka í fyrra og þetta hefur reynst mjög vel. Það er gaman að vera þarna úti um áramótin og fá að kynnast nýju fólki. Þetta er öðruvísi,“ segir Aníta. Árið 2016 verður stórt hjá þessari öflugu íþróttakonu enda keppir hún bæði á Heimsmeistaramóti innanhúss og Ólympíuleikum. Ólympíusætið var alltaf á dagskrá en datt óvænt inn þegar lágmörk fyrir leikana voru endurskoðuð og breyttust í 2:01,50 mínútur í stað 2:01,00 mínútna. Frábært hlaup Anítu frá því síðasta sumar upp á 2:01,01 mínútur tryggði henni því farseðilinn níu mánuðum fyrir leika. „Ég átti ekkert sérstaklega von á því að það myndi gerast og það var mjög heppilegt og skemmtilegt. Núna er minna stress enda þarf ég ekki lengur að ná lágmarkinu,“ segir Aníta.Hvetjandi reynsla á HM Síðasta ár var lærdómsríkt en hún náði meðal annars tuttugasta besta tímanum í undanrásum á HM í Peking. „Það var mjög hvetjandi reynsla að taka þátt í HM. Það munaði frekar litlu að ég kæmist áfram en það var samt jákvæð reynsla. Ég náði fínu hlaupi þar og hitti allt þetta fólk,“ segir Aníta, en hver eru markmiðin í ár? „Stefnan er alltaf sett á það að bæta sig því það er alltaf skemmtilegast. Það er síðan mjög spennandi að taka þátt í Ólympíuleikunum," segir Aníta. Hún er ánægð með aðstöðuna á Íslandi sem og með æfingafélagana. „Það er þéttur hópur núna sem æfir 800 metra hlaup. Þetta eru reyndar mikið strákar sem ég æfi með en það eru að koma upp margar sterkar stelpur . Strákarnir keyra mig áfram en ég vona líka að ég hjálpi eitthvað líka til þar,“ segir Aníta létt að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir hefur byrjað árið 2016 vel. Á Reykjavíkurleikunum tryggði hún sér farseðilinn á HM í Portland með heimsklassa 800 metra hlaupi og á Stórmóti ÍR um helgina bætti hún sig í 400 metra hlaupi í fyrsta sinn í langan tíma. „Það var léttir fyrir mig að ná þessu því við höfum verið að leggja meiri áherslu á hraða. Það var gott að sjá að það væri að skila sér. Það var langt síðan að ég hafði náð að bæta mig í 400 metrunum þannig að hún var kærkomin. Þetta er mjög jákvætt og gefur mér sjálfstraust," sagði Aníta og þessa dagana er mót um hverja helgi. „Það er mjög flott mót um næstu helgi þegar ég keppi á Norðurlandamótinu í Svíþjóð,“ segir Aníta. Hún fær mikla samkeppni um gullið á NM í ár og fagnar því enda mikil keppnismanneskja.Flott að komast í harða keppni „Þær eru nokkrar á Norðurlöndum svolítið sterkar núna í 800 metra hlaupi og það verður mjög spennandi fyrir mig að keppa við þær. Það er líka flottur undirbúningur fyrir HM í mars að komast í svona harða keppni,“ segir Aníta sem fagnar möguleikanum á að taka þátt í krefjandi og fjölmennu hlaupi. „Þetta er svolítið sem lærist á því að gera það. Það er því mikilvægt að fá slatta af svoleiðis hlaupum,“ segir Aníta. Hún kann vel sig á þessum árstíma og hefur bætt ófá Íslandsmetin á fyrstu mánuðum ársins. „Ég kann mjög vel við þessi innanhússmót og nota þau til að keyra mig í gang,“ segir Aníta en hvort met hennar í 800 metrunum fellur á NM verður þó að koma í ljós eftir tæpa viku. Áður en innanhússtímabilið hófst þá fór Aníta í æfingabúðir hinum megin á hnettinum. „Við vorum í Suður-Afríku í tvær vikur. Þetta er frábær staður sem er í dálítilli hæð þannig að maður fær örlítið áhrifin af því. Svo er skothelt veður og góður hópur sem fór,“ segir Aníta. Hún var ekki eini 800 metra hlauparinn á svæðinu.Myndaði öðruvísi tengsl „Þetta er mjög vinsæll staður hjá 800 metra hlaupurum þannig að maður hittir allt þetta fólk sem maður sér á mótum. Það myndast líka öðruvísi tengsl þarna þegar við erum að æfa á sama stað miðað við það að hittast í keppni. Ég náði að mynda aðeins kunningjatengsl þarna úti,” segir Aníta sem var himinlifandi með ferðina. „Við fórum líka í fyrra og þetta hefur reynst mjög vel. Það er gaman að vera þarna úti um áramótin og fá að kynnast nýju fólki. Þetta er öðruvísi,“ segir Aníta. Árið 2016 verður stórt hjá þessari öflugu íþróttakonu enda keppir hún bæði á Heimsmeistaramóti innanhúss og Ólympíuleikum. Ólympíusætið var alltaf á dagskrá en datt óvænt inn þegar lágmörk fyrir leikana voru endurskoðuð og breyttust í 2:01,50 mínútur í stað 2:01,00 mínútna. Frábært hlaup Anítu frá því síðasta sumar upp á 2:01,01 mínútur tryggði henni því farseðilinn níu mánuðum fyrir leika. „Ég átti ekkert sérstaklega von á því að það myndi gerast og það var mjög heppilegt og skemmtilegt. Núna er minna stress enda þarf ég ekki lengur að ná lágmarkinu,“ segir Aníta.Hvetjandi reynsla á HM Síðasta ár var lærdómsríkt en hún náði meðal annars tuttugasta besta tímanum í undanrásum á HM í Peking. „Það var mjög hvetjandi reynsla að taka þátt í HM. Það munaði frekar litlu að ég kæmist áfram en það var samt jákvæð reynsla. Ég náði fínu hlaupi þar og hitti allt þetta fólk,“ segir Aníta, en hver eru markmiðin í ár? „Stefnan er alltaf sett á það að bæta sig því það er alltaf skemmtilegast. Það er síðan mjög spennandi að taka þátt í Ólympíuleikunum," segir Aníta. Hún er ánægð með aðstöðuna á Íslandi sem og með æfingafélagana. „Það er þéttur hópur núna sem æfir 800 metra hlaup. Þetta eru reyndar mikið strákar sem ég æfi með en það eru að koma upp margar sterkar stelpur . Strákarnir keyra mig áfram en ég vona líka að ég hjálpi eitthvað líka til þar,“ segir Aníta létt að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira