Þórunn Antonía svarar Bubba: „Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 11:41 Það andar köldu á milli Bubba og Þórunnar Antoníu þessa dagana. vísir/andri marinó Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi í athugasemdakerfi Vísis við frétt frá því í gærkvöldi þar sem sagt var frá því að svo virtist sem Bubbi hefði misst þolinmæðina gagnvart söngkonunni en deilur þeirra hafa verið fyrirferðarmiklar seinustu daga.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði Í fréttinni sem Þórunn Antonía skrifar við er greint frá nokkrum tístum Bubba á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að það sé búið að gjaldfella orðið einelti en í helgarviðtali Fréttablaðsins á laugardag sagði Þórunn Antonía frá einelti sem hún varð fyrir af hálfu samstarfsmanns síns þegar hún var dómari í Ísland Got Talent.Sjá einnig: Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Hún nafngreindi ekki gerandann en Bubbi greindi síðan frá því á Facebook-síðu að hann væri sá sem Þórunn væri að tala um. Kvaðst hann hafa beðið hana afsökunar og nefndi í þessu samhengi tvö atvik. Í athugasemd sinni vísar Þórunn í skilgreininguna á einelti og segir: „Einelti = Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega húmorslaus og viðkvæm að finnast það ekki fyndið“ Þá segir Þórunn það ekki satt að aðeins sé um tvö atvik að ræða heldur hafi Bubbi sýnt af sér ljóta hegðun „sem stóð yfir í margar vikur.“ Hún segir að um sé að ræða sína upplifun af atburðum: „[...] ekki vegna viðkvæmni eða hormóna heldur vegna þess að manneskjan hagaði sér illa. Nú aftur á internetinu. Maður tekur forsíðuviðtal um mig og snýr því um hann sjálfan eins og honum einum er lagið. Þetta viðtal er sterkt og ég er sterk, ég er ekki fórnarlamb og það tekur styrk að vera auðmjúkur, tala frá hjartanu og að taka erfiðar reynslur og snúa þeim upp í jákvæða braut.“ Þórunn fer síðan yfir það að viðtalið við hana hafi snúist um „margt miklu stærra“ en Bubba, meðal annars að afmá glansmyndir og að skila skömminni. Hún segir síðan: „Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram. Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00 Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi í athugasemdakerfi Vísis við frétt frá því í gærkvöldi þar sem sagt var frá því að svo virtist sem Bubbi hefði misst þolinmæðina gagnvart söngkonunni en deilur þeirra hafa verið fyrirferðarmiklar seinustu daga.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði Í fréttinni sem Þórunn Antonía skrifar við er greint frá nokkrum tístum Bubba á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að það sé búið að gjaldfella orðið einelti en í helgarviðtali Fréttablaðsins á laugardag sagði Þórunn Antonía frá einelti sem hún varð fyrir af hálfu samstarfsmanns síns þegar hún var dómari í Ísland Got Talent.Sjá einnig: Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Hún nafngreindi ekki gerandann en Bubbi greindi síðan frá því á Facebook-síðu að hann væri sá sem Þórunn væri að tala um. Kvaðst hann hafa beðið hana afsökunar og nefndi í þessu samhengi tvö atvik. Í athugasemd sinni vísar Þórunn í skilgreininguna á einelti og segir: „Einelti = Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega húmorslaus og viðkvæm að finnast það ekki fyndið“ Þá segir Þórunn það ekki satt að aðeins sé um tvö atvik að ræða heldur hafi Bubbi sýnt af sér ljóta hegðun „sem stóð yfir í margar vikur.“ Hún segir að um sé að ræða sína upplifun af atburðum: „[...] ekki vegna viðkvæmni eða hormóna heldur vegna þess að manneskjan hagaði sér illa. Nú aftur á internetinu. Maður tekur forsíðuviðtal um mig og snýr því um hann sjálfan eins og honum einum er lagið. Þetta viðtal er sterkt og ég er sterk, ég er ekki fórnarlamb og það tekur styrk að vera auðmjúkur, tala frá hjartanu og að taka erfiðar reynslur og snúa þeim upp í jákvæða braut.“ Þórunn fer síðan yfir það að viðtalið við hana hafi snúist um „margt miklu stærra“ en Bubba, meðal annars að afmá glansmyndir og að skila skömminni. Hún segir síðan: „Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram. Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00 Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55
Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00
Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35
Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24