Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2016 11:54 Á Hótel Adam er varað við kranavatninu en svo hepplega vill til að kaupa má vatn á sérmerktum plastflöskum frá hótelinu, á fjögur hundruð krónur. Á Hótel Adam við Skólavörðustíg hefur verið komið upp myndum og tilkynningum til gesta hótelsins þar sem varað er við kranavatninu. Þess í stað er gestum bent á að betra sé að drekka vatn af flöskum. Og með fylgir mynd af sérmerktum plastflöskum sem kosta 400 krónur. Myndir af þessum tilkynningum hafa meðal annars verið birtar á Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem virk umræða er um málefni sem snúa að ferðaþjónustu. Þar er eru margir á varðbergi ef einhverjir í ferðaþjónustunni reyna að hafa fé af ferðamönnum með vafasömum aðferðum, enda er mikið í húfi: Orðsporið skiptir öllu í þeim viðkvæma geira. Þar furða menn sig á þessu, því á Íslandi stæra menn sig af því að kranavatnið hér sé eins og best verður á kosið, drykkjarvatn í hæsta gæðaflokki streymir um vel flesta krana. Er þetta eitt helsta stolt Íslendinga. En, ekki á Skólavörðustígnum, að því er virðist. Margir sem tjá sig á Baklandinu telja þetta hina mestu ósvífni en þar er jafnframt bent á að rétt sé að láta þá sem að hótelinu standa njóta vafans; hugsanlega sé um bilaðar lagnir að ræða?Þessar tilkynningar má sjá á Hótel Adam, þar sem mælt er með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.En, svo er varla ef marka má Eirík Hjálmarsson sem er upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hann spyr: „Hvað ætli sé bilað?“ Hann vekur athygli á orðsendingu sem sjá má á Facebookvegg Veitna þar sem þetta er gert að umtalsefni, svohljóðandi: „Atvinnulífið treystir á að við útvegum því ferskt og gott vatn og við leggjum okkur fram um að gera það. Við fengum sendar þessar myndir teknar á hóteli á Skólavörðuholtinu. Öll 100 sýnin sem tekin voru til rannsókna úr vatnsveitunni okkar í Reykjavík árið 2015 voru pottþétt. Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. -Hvað ætli sé bilað?“ Vísir reyndi að ná sambandi við hótelstjórann Ragnar Guðmundsson í gær, en hann er staddur í útlöndum. Var blaðamanni bent á að senda á hann tölvupóst, og var það gert síðdegis í leit að skýringum; hvort drykkjarvatnið úr krönum Hótel Adam væri sérstaklega slæmt; en engin svör hafa borist. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Á Hótel Adam við Skólavörðustíg hefur verið komið upp myndum og tilkynningum til gesta hótelsins þar sem varað er við kranavatninu. Þess í stað er gestum bent á að betra sé að drekka vatn af flöskum. Og með fylgir mynd af sérmerktum plastflöskum sem kosta 400 krónur. Myndir af þessum tilkynningum hafa meðal annars verið birtar á Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem virk umræða er um málefni sem snúa að ferðaþjónustu. Þar er eru margir á varðbergi ef einhverjir í ferðaþjónustunni reyna að hafa fé af ferðamönnum með vafasömum aðferðum, enda er mikið í húfi: Orðsporið skiptir öllu í þeim viðkvæma geira. Þar furða menn sig á þessu, því á Íslandi stæra menn sig af því að kranavatnið hér sé eins og best verður á kosið, drykkjarvatn í hæsta gæðaflokki streymir um vel flesta krana. Er þetta eitt helsta stolt Íslendinga. En, ekki á Skólavörðustígnum, að því er virðist. Margir sem tjá sig á Baklandinu telja þetta hina mestu ósvífni en þar er jafnframt bent á að rétt sé að láta þá sem að hótelinu standa njóta vafans; hugsanlega sé um bilaðar lagnir að ræða?Þessar tilkynningar má sjá á Hótel Adam, þar sem mælt er með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.En, svo er varla ef marka má Eirík Hjálmarsson sem er upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hann spyr: „Hvað ætli sé bilað?“ Hann vekur athygli á orðsendingu sem sjá má á Facebookvegg Veitna þar sem þetta er gert að umtalsefni, svohljóðandi: „Atvinnulífið treystir á að við útvegum því ferskt og gott vatn og við leggjum okkur fram um að gera það. Við fengum sendar þessar myndir teknar á hóteli á Skólavörðuholtinu. Öll 100 sýnin sem tekin voru til rannsókna úr vatnsveitunni okkar í Reykjavík árið 2015 voru pottþétt. Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. -Hvað ætli sé bilað?“ Vísir reyndi að ná sambandi við hótelstjórann Ragnar Guðmundsson í gær, en hann er staddur í útlöndum. Var blaðamanni bent á að senda á hann tölvupóst, og var það gert síðdegis í leit að skýringum; hvort drykkjarvatnið úr krönum Hótel Adam væri sérstaklega slæmt; en engin svör hafa borist.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira