Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 32-31 | Garðbæingar í Höllina Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 8. febrúar 2016 22:15 Ari Magnús skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna. vísir/anton Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í háspennuleik í TM-höllinni í Garðabæ. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu en þar reyndust Stjörnumenn sterkari. Stjarnan, sem er á toppnum í 1. deild, var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir, 18-14, að honum loknum. Garðbæingar leiddu framan af seinni hálfleik en í stöðunni 24-21 kom frábær kafli hjá Fram sem skoraði fjögur mörk í röð og náði forystunni, 24-25, þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Gestinir úr Safamýrinni voru fyrri til að skora næstu mínúturnar en Andri Hjartar Grétarsson jafnaði metin í 28-28 þegar rúm mínúta var til leiksloka. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokamínútunni en allt kom fyrir ekki og því þurfti að framlengja leikinn. Stjarnan leiddi eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar, 30-29, þökk sé tveimur mörkum frá Sverri Eyjólfssyni, en þetta voru einu mörk hans í leiknum. Eyþór Magnússon kom heimamönnum í 31-29 í upphafi seinni hálfleiksins og Stjörnumenn gerðu svo vel í að standa af sér tveggja mínútna brottvísun sem þeir fengu í kjölfarið. Ólafur Ægir Ólafsson minnkaði muninn í 31-30 en Starri Friðriksson skoraði svo gríðarlega mikilvægt mark í næstu sókn og kom Stjörnunni tveimur mörkum yfir, 32-30. Þorgrímur Smári Ólafsson minnkaði muninn í eitt mark, 32-31, með sínu áttunda marki og Frammarar fengu svo boltann eftir að Kristófer Guðmundsson varði skot Starra. Gestirnir fóru þó illa að ráði sínu, töpuðu boltanum klaufalega og Stjörnumenn náðu að hanga á boltanum síðustu sekúndurnar og innbyrða sigurinn. Fram tapaði boltanum fimm sinnum í framlengingunni og svo virtist sem leikmenn liðsins hafi einfaldlega farið á taugum þegar mest á reyndi. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk og kláruðu dæmið. Stjörnumenn spiluðu fyrri hálfleikinn afbragðs vel þar sem þeir leiddu nær allan tímann. Sóknarleikur Stjörnunnar var afar vel útfærður sem sést best á 18 mörkum skoruðum í fyrri hálfleik. Vörn Fram var hins vegar mjög slök líkt og í seinni hálfleiknum gegn Gróttu á fimmtudaginn var. Vörn Stjörnunnar var betri en markvarslan var ekki í sama gæðaflokki. Einar Ólafur Vilmundarson fann ekki taktinn en Ísak Richter átti ágætis innkomu. Markvarslan hjá Fram var að sama skapi slök allan fyrri hálfleikinn. Heimamenn leiddu með 1-2 mörkum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 kom góður kafli hjá Garðbæingum sem skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 13-9. Fram minnkaði muninn í tvígang niður í tvö mörk en Stjörnumenn skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 18-14, 1. deildarliðinu í vil. Stjarnan var áfram með góð tök á leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Liðið náði mest fimm marka forystu, 20-15, og þegar 16 mínútur voru til leiksloka var munurinn þrjú mörk, 24-21. En þá fóru Stjörnumenn að tínast út af og Frammarar gengu á lagið. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust í fyrsta sinn yfir, 24-25, þegar Garðar B. Sigurjónsson, fyrirliði Fram, skoraði sitt eina mark í leiknum. Þorgrímur Smári var öflugur á þessum kafla og skoraði þrjú mörk á fjórum mínútum. Þá var 6-0 vörn Fram sterk og Stjörnumenn lentu í miklum vandræðum í sókninni. Þeir héldu þó haus og þrátt fyrir að gestirnir væru jafnan fyrri til að skora næstu mínúturnar voru Garðbæingar alltaf fljótir að svara. Andri Hjartar tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 28-28 og þar reyndust heimamenn svo sterkari eins og áður sagði. Ari Magnús Þorgeirsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með átta mörk en Andri Hjartar kom næstur með sex mörk. Fimm þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Þorgrímur Smári var markahæstur hjá gestunum með átta mörk en Óðinn Þór Ríkharðsson kom næstur með sjö.Einar: Áttum að vera með meiri forystu í hálfleik "Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum.Garðar: Hættum að þora í framlengingunni Garðari B. Sigurjónssyni, fyrirliða Fram, var orða vant eftir tapið fyrir Stjörnunni í kvöld. "Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við koxum í byrjun leiks og í framlengingunni en við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa komið okkur í erfiða stöðu í fyrri hálfleik," sagði Garðar eftir leikinn. "Það var vel gert að koma leiknum í framlengingu en þar hættum við að sækja á markið. Maður er bara pirraður," bætti Garðar við. Varnarleikur Fram var slakur í fyrri hálfleik, þar sem liðið fékk á sig 18 mörk, en hann lagaðist mikið í þeim seinni. "Vörnin var góð í seinni hálfleik eftir að hafa verið léleg í þeim fyrri. Svo misstum við boltann of auðveldlega frá okkur í sókninni og fengum á okkur nokkur hraðaupphlaupsmörk. Að fá á sig 18 mörk á 30 mínútum er ekki boðlegt," sagði Garðar. "Við komum til baka en svo hættum við að þora í framlengingunni. Við erum greinilega ekki nógu þroskaðir til að vera í svona jöfnum leikjum, það er eitthvað sem við þurfum að laga," sagði Garðar að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í háspennuleik í TM-höllinni í Garðabæ. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu en þar reyndust Stjörnumenn sterkari. Stjarnan, sem er á toppnum í 1. deild, var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir, 18-14, að honum loknum. Garðbæingar leiddu framan af seinni hálfleik en í stöðunni 24-21 kom frábær kafli hjá Fram sem skoraði fjögur mörk í röð og náði forystunni, 24-25, þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Gestinir úr Safamýrinni voru fyrri til að skora næstu mínúturnar en Andri Hjartar Grétarsson jafnaði metin í 28-28 þegar rúm mínúta var til leiksloka. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokamínútunni en allt kom fyrir ekki og því þurfti að framlengja leikinn. Stjarnan leiddi eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar, 30-29, þökk sé tveimur mörkum frá Sverri Eyjólfssyni, en þetta voru einu mörk hans í leiknum. Eyþór Magnússon kom heimamönnum í 31-29 í upphafi seinni hálfleiksins og Stjörnumenn gerðu svo vel í að standa af sér tveggja mínútna brottvísun sem þeir fengu í kjölfarið. Ólafur Ægir Ólafsson minnkaði muninn í 31-30 en Starri Friðriksson skoraði svo gríðarlega mikilvægt mark í næstu sókn og kom Stjörnunni tveimur mörkum yfir, 32-30. Þorgrímur Smári Ólafsson minnkaði muninn í eitt mark, 32-31, með sínu áttunda marki og Frammarar fengu svo boltann eftir að Kristófer Guðmundsson varði skot Starra. Gestirnir fóru þó illa að ráði sínu, töpuðu boltanum klaufalega og Stjörnumenn náðu að hanga á boltanum síðustu sekúndurnar og innbyrða sigurinn. Fram tapaði boltanum fimm sinnum í framlengingunni og svo virtist sem leikmenn liðsins hafi einfaldlega farið á taugum þegar mest á reyndi. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk og kláruðu dæmið. Stjörnumenn spiluðu fyrri hálfleikinn afbragðs vel þar sem þeir leiddu nær allan tímann. Sóknarleikur Stjörnunnar var afar vel útfærður sem sést best á 18 mörkum skoruðum í fyrri hálfleik. Vörn Fram var hins vegar mjög slök líkt og í seinni hálfleiknum gegn Gróttu á fimmtudaginn var. Vörn Stjörnunnar var betri en markvarslan var ekki í sama gæðaflokki. Einar Ólafur Vilmundarson fann ekki taktinn en Ísak Richter átti ágætis innkomu. Markvarslan hjá Fram var að sama skapi slök allan fyrri hálfleikinn. Heimamenn leiddu með 1-2 mörkum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 kom góður kafli hjá Garðbæingum sem skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 13-9. Fram minnkaði muninn í tvígang niður í tvö mörk en Stjörnumenn skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 18-14, 1. deildarliðinu í vil. Stjarnan var áfram með góð tök á leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Liðið náði mest fimm marka forystu, 20-15, og þegar 16 mínútur voru til leiksloka var munurinn þrjú mörk, 24-21. En þá fóru Stjörnumenn að tínast út af og Frammarar gengu á lagið. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust í fyrsta sinn yfir, 24-25, þegar Garðar B. Sigurjónsson, fyrirliði Fram, skoraði sitt eina mark í leiknum. Þorgrímur Smári var öflugur á þessum kafla og skoraði þrjú mörk á fjórum mínútum. Þá var 6-0 vörn Fram sterk og Stjörnumenn lentu í miklum vandræðum í sókninni. Þeir héldu þó haus og þrátt fyrir að gestirnir væru jafnan fyrri til að skora næstu mínúturnar voru Garðbæingar alltaf fljótir að svara. Andri Hjartar tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 28-28 og þar reyndust heimamenn svo sterkari eins og áður sagði. Ari Magnús Þorgeirsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með átta mörk en Andri Hjartar kom næstur með sex mörk. Fimm þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Þorgrímur Smári var markahæstur hjá gestunum með átta mörk en Óðinn Þór Ríkharðsson kom næstur með sjö.Einar: Áttum að vera með meiri forystu í hálfleik "Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum.Garðar: Hættum að þora í framlengingunni Garðari B. Sigurjónssyni, fyrirliða Fram, var orða vant eftir tapið fyrir Stjörnunni í kvöld. "Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við koxum í byrjun leiks og í framlengingunni en við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa komið okkur í erfiða stöðu í fyrri hálfleik," sagði Garðar eftir leikinn. "Það var vel gert að koma leiknum í framlengingu en þar hættum við að sækja á markið. Maður er bara pirraður," bætti Garðar við. Varnarleikur Fram var slakur í fyrri hálfleik, þar sem liðið fékk á sig 18 mörk, en hann lagaðist mikið í þeim seinni. "Vörnin var góð í seinni hálfleik eftir að hafa verið léleg í þeim fyrri. Svo misstum við boltann of auðveldlega frá okkur í sókninni og fengum á okkur nokkur hraðaupphlaupsmörk. Að fá á sig 18 mörk á 30 mínútum er ekki boðlegt," sagði Garðar. "Við komum til baka en svo hættum við að þora í framlengingunni. Við erum greinilega ekki nógu þroskaðir til að vera í svona jöfnum leikjum, það er eitthvað sem við þurfum að laga," sagði Garðar að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira