Stjörnustúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið lagði ÍR.
Lokatölur 25-23 eftir að Stjarnan hafði verið með sjö marka forskot í hálfleik, 16-9.
ÍR vann á eftir því sem leið á leikinn en endurkoman var ekki nógu sterk. Munurinn var einfaldlega of mikill.
Helena Rut Örvarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested voru atkvæðamestar í liði Stjörnunnar með sex mörk hvor. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fimm.
Sólveig Lára Kjartansdóttir og Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir ÍR en Sigrún Ása Þorgrímsdóttir fimm.
Stjarnan er því fyrsta liðið sem kemst í undanúrslit en tveir aðrir leikir fara fram í kvöld.
Hér að ofan má sjá myndir úr leiknum sem Vilhelm Gunnarsson tók.
Stjarnan fyrst í undanúrslit | Myndir
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
