Með leitandi auga og alltaf myndavél við höndina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 10:15 „Ég hef verið heilluð af ljósmyndun frá því ég var krakki,” segir Erna Ýr. Vísir/Ernir Ólíkur uppruni, brotthætt byggð, leikur barna, staðalímyndir, kaupmennirnir í miðbænum og ádeilusögur eru meðal myndefna á ljósmyndasýningu sem opnuð er í dag í Nesstofu á Seltjarnarnesi klukkan 15. Þetta eru myndir þeirra nema sem nú eru að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum á Fiskislóð eftir fimm anna nám. Ein þeirra er Erna Guðjónsdóttir. „Þetta er alveg stórbrotin sýning enda er Ljósmyndaskólinn dásemdarstofnun,“ segir hún glaðlega. Verk hennar á sýningunni er 21 mynda sería sem nefnist Mæðgur. „Mæðurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa eignast dæturnar 17 ára eða yngri,“ upplýsir hún. Erna kveðst hafa verið heilluð af ljósmyndun frá því hún var krakki. „Ég hef alltaf verið með myndavél við höndina og er með þetta leitandi auga sem þarf. Er búin að prófa að fara í háskólann en fann mig ekki þar svo ég ákvað að kíla á eitthvað sem ég ætti heima í.“ Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa, stofnaði Ljósmyndaskólann 1997, fyrst í námskeiðaformi en síðan sem heilsdagsskóla. „Sissa rekur skólann og kennir og fær til sín einvalalið, alla helstu sérfræðinga landsins sem stundakennara,“ segir Erna Ýr. „Maður á að geta verið fullgildur meðlimur í samfélagi ljósmyndara þegar náminu lýkur. Það er vissulega baráttuheimur en fólk velur samt að vinna við ólíka hluti.“ Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ólíkur uppruni, brotthætt byggð, leikur barna, staðalímyndir, kaupmennirnir í miðbænum og ádeilusögur eru meðal myndefna á ljósmyndasýningu sem opnuð er í dag í Nesstofu á Seltjarnarnesi klukkan 15. Þetta eru myndir þeirra nema sem nú eru að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum á Fiskislóð eftir fimm anna nám. Ein þeirra er Erna Guðjónsdóttir. „Þetta er alveg stórbrotin sýning enda er Ljósmyndaskólinn dásemdarstofnun,“ segir hún glaðlega. Verk hennar á sýningunni er 21 mynda sería sem nefnist Mæðgur. „Mæðurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa eignast dæturnar 17 ára eða yngri,“ upplýsir hún. Erna kveðst hafa verið heilluð af ljósmyndun frá því hún var krakki. „Ég hef alltaf verið með myndavél við höndina og er með þetta leitandi auga sem þarf. Er búin að prófa að fara í háskólann en fann mig ekki þar svo ég ákvað að kíla á eitthvað sem ég ætti heima í.“ Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa, stofnaði Ljósmyndaskólann 1997, fyrst í námskeiðaformi en síðan sem heilsdagsskóla. „Sissa rekur skólann og kennir og fær til sín einvalalið, alla helstu sérfræðinga landsins sem stundakennara,“ segir Erna Ýr. „Maður á að geta verið fullgildur meðlimur í samfélagi ljósmyndara þegar náminu lýkur. Það er vissulega baráttuheimur en fólk velur samt að vinna við ólíka hluti.“
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira