Leiðin er grýtt Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti. Skoðanakannanir eru eitt – kosningar annað. Ýmislegt getur gerst á þeim tæpu sextán mánuðum sem eru í kosningar. Eru kjósendur Pírata að hóta hefðbundnu flokkunum, og kjósa svo það sem þeir þekkja þegar til kastanna kemur? Hvaða tromp draga framsóknarmenn fram úr erminni núna? Verður sjálfstæðismönnum umbunað fyrir efnahagsbatann? Er Samfylkingin virkilega bara tíu prósenta flokkur? Fyrir Pírata er sennilega mikilvægast að halda áfram sinni vegferð. Þeir eiga góða talsmenn sem virðast geta tekið skynsamlega og ígrundaða afstöðu til einstakra mála þvert á kreddur eða gamlar flokkslínur. Flokksmenn hafa líka forðast upphrópanir, af því tagi sem sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast telja lykilhluta af starfslýsingunni. Ekki má heldur gleyma að Píratar hafa lagt til nokkur athyglisverð og frumleg stefnumál, til dæmis hugmyndina um borgaralaun. Stærsta áskorunin í þessum efnum er sennilega sú staðreynd að með hverri könnuninni, og því nær sem dregur kosningum, verður líklegra að Píratabólan sé alls engin bóla, heldur nýr pólitískur veruleiki. Svo getur raunverulega farið að Píratar verði í þeirri stöðu að leiða ríkisstjórn eftir eitt og hálft ár. Það vekur nátttröllin. Flokkurinn þarf að varast pólitíska lukkuriddara sem sjá sér leik á borði að komast til áhrifa, og telja sig sjálfkjörna til áhrifasæta á framboðslistum. Ekki er síður mikilvægt að varast að upp úr sjóði innbyrðis. Fyrstu merkin eru komin fram. Birgitta Jónsdóttir, fyrrum kapteinn og einn stofnenda flokksins, hefur gefið út að hún hyggist gefa kost á sér áfram. Í trássi við fyrri yfirlýsingar um að átta ára seta sé algert hámark til að tryggja nauðsynlega endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu. Nú telur hún nauðsynlegt að sitja áfram til að tryggja hugsjónum Pírata framgang. Í sömu andrá lýsir hún því yfir að frjálshyggjufólk sé óvelkomið í Píratahreyfinguna, og hefur ýmsa tilburði í frammi á spjallþræði flokksins. Það er stílbrot hjá forystukonu í flokki sem berst fyrir óheftu tjáningarfrelsi. Meira í anda Pírata eru yfirlýsingar hennar um stjórnarskrárvinnuna, sem nú fer fram í sérstakri þingnefnd. Birgitta neitar þátttöku í nefndinni á þeim forsendum að um tilraun til að drepa stjórnarskrármálinu á dreif sé að ræða. Þar er hún samkvæm sjálfri sér um að tillögur Stjórnlagaráðs, sem samþykktar hafa verið í þjóðaratkvæði, ættu að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þar greinir hana á við suma félaga sína. Píratar eru í öfundsverðri stöðu. Leiðin framundan er hins vegar grýtt. Fyrir þá er heillavænlegast að halda sínu striki, varast lukkuriddara og passa að sundrung meðal áhafnarinnar fari ekki úr böndum. Annars gæti stjarna Pírata hrapað jafn skyndilega og hún hefur risið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti. Skoðanakannanir eru eitt – kosningar annað. Ýmislegt getur gerst á þeim tæpu sextán mánuðum sem eru í kosningar. Eru kjósendur Pírata að hóta hefðbundnu flokkunum, og kjósa svo það sem þeir þekkja þegar til kastanna kemur? Hvaða tromp draga framsóknarmenn fram úr erminni núna? Verður sjálfstæðismönnum umbunað fyrir efnahagsbatann? Er Samfylkingin virkilega bara tíu prósenta flokkur? Fyrir Pírata er sennilega mikilvægast að halda áfram sinni vegferð. Þeir eiga góða talsmenn sem virðast geta tekið skynsamlega og ígrundaða afstöðu til einstakra mála þvert á kreddur eða gamlar flokkslínur. Flokksmenn hafa líka forðast upphrópanir, af því tagi sem sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast telja lykilhluta af starfslýsingunni. Ekki má heldur gleyma að Píratar hafa lagt til nokkur athyglisverð og frumleg stefnumál, til dæmis hugmyndina um borgaralaun. Stærsta áskorunin í þessum efnum er sennilega sú staðreynd að með hverri könnuninni, og því nær sem dregur kosningum, verður líklegra að Píratabólan sé alls engin bóla, heldur nýr pólitískur veruleiki. Svo getur raunverulega farið að Píratar verði í þeirri stöðu að leiða ríkisstjórn eftir eitt og hálft ár. Það vekur nátttröllin. Flokkurinn þarf að varast pólitíska lukkuriddara sem sjá sér leik á borði að komast til áhrifa, og telja sig sjálfkjörna til áhrifasæta á framboðslistum. Ekki er síður mikilvægt að varast að upp úr sjóði innbyrðis. Fyrstu merkin eru komin fram. Birgitta Jónsdóttir, fyrrum kapteinn og einn stofnenda flokksins, hefur gefið út að hún hyggist gefa kost á sér áfram. Í trássi við fyrri yfirlýsingar um að átta ára seta sé algert hámark til að tryggja nauðsynlega endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu. Nú telur hún nauðsynlegt að sitja áfram til að tryggja hugsjónum Pírata framgang. Í sömu andrá lýsir hún því yfir að frjálshyggjufólk sé óvelkomið í Píratahreyfinguna, og hefur ýmsa tilburði í frammi á spjallþræði flokksins. Það er stílbrot hjá forystukonu í flokki sem berst fyrir óheftu tjáningarfrelsi. Meira í anda Pírata eru yfirlýsingar hennar um stjórnarskrárvinnuna, sem nú fer fram í sérstakri þingnefnd. Birgitta neitar þátttöku í nefndinni á þeim forsendum að um tilraun til að drepa stjórnarskrármálinu á dreif sé að ræða. Þar er hún samkvæm sjálfri sér um að tillögur Stjórnlagaráðs, sem samþykktar hafa verið í þjóðaratkvæði, ættu að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þar greinir hana á við suma félaga sína. Píratar eru í öfundsverðri stöðu. Leiðin framundan er hins vegar grýtt. Fyrir þá er heillavænlegast að halda sínu striki, varast lukkuriddara og passa að sundrung meðal áhafnarinnar fari ekki úr böndum. Annars gæti stjarna Pírata hrapað jafn skyndilega og hún hefur risið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun