Dagskráliðurinn Framlengingin var á sínum stað í Dominos-Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudaginn en þar rökræða sérfræðingar þáttarins um fimm málefni tengd körfuboltanum á Íslandi.
Kristinn Geir Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson voru á stóra sviðinu á föstudaginn og ræddu málefnin fimm.
Hófst umræðan á hvort Grindavík ætti möguleika á sæti í úrslitakeppninni áður en ásamt því var rætt hvort Earl Brown væri rétti leikmaðurinn fyrir Keflavík og hvort eitthvað lið gæti unnið KR í úrslitaseríu.
Líkt og alltaf var tekist hressilega á en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
