Ísland Got Talent: "Ég nota tónlist til að koma tilfinningum, reiði og gremju, frá mér“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. janúar 2016 19:47 „Ég hef rappað í um það bil eitt og hálft ár,“ segir Sigríður Eydís Gísladóttir, eða Sigga Ey, en hún er meðal þeirra sem tók þátt í Ísland got Talent. Fyrsti þáttur þriðju seríu var sýndur í kvöld og var Sigríður meðal þeirra sem fram komu í honum. Atriði hennar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigríður var frekar stressuð áður en hún steig á svið en fór þangað að lokum. Það vakti kátínu hjá Emmsjé Gauta þegar hún tjáði honum að hún ætlaði að rappa og hrifning dómaranna var ekki minni. „Ég hef samið ljóð frá unga aldri og síðar þróaðist það áfram út í hip hop. Ég valdi þessa tónlistarstefnu einfaldlega af því að í hip hop því að þar þarf ekki að sykurhúða neitt eða ferga það. Raunveruleikinn er nefnilega ekki alltaf fallegur,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Sigríður Eydís Gísladóttir rappaði af lífs og sálar kröftum í kvöld.mynd/sigga eyYrkisefnið er oftar en ekki eitthvað sem hefur drifið á daga Sigríðar. „Ég hef upplifað flest sem þú getur ímyndað þér og lent í mörgum áföllum. Ég nota tónlista til að koma tilfinningum, reiði og gremju, frá mér. Ég vona að tónlistin mín geti hjálpað öðrum, að fólk sem hefur upplifað svipaða hluti og ég finni einhverja tengingu. Þetta snýst ekki bara um að að djamma og dansa heldur að vekja upp tilfinningar,“ segir hún. Stefnir að því að verða húðflúrari Sigríður er langt frá því að vera ókunnug rappinu því árið 2014 tók hún þátt í Rímnaflæði, sem er rappkeppni Samfés, og bar sigur úr býtum. Að auki er hún afbragðs skytta en í fyrra var hún valin skotkona Reykjanesbæjar eftir að hún varð Íslandsmeistari með loftriffli í sínum flokki. Að sögn Margrétar Eysteinsdóttur, móður stúlkunnar, er hún afar flink í flestu því sem hún tekur sér fyrir hendur. „Að auki teiknar hún og málar. Ég er alveg gífurlega stolt af henni. Hún hefur róið að þessu frá því hún lærði að skrifa en hún hefur alltaf verið að yrkja ljóð. Ég held það sé afar sérstakt miðað við aldur hve viss hún er um framtíð sína,“ segir Margrét. Sigríður stundar nám við Fjölbrautarskóla Suðurnesja þar sem hún er á almennri listabraut. Að námi loknu stefnir hún að því að verða húðflúrari en það einsetti hún sér fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Ef það skyldi fara svo að ég standi uppi sem sigurvegari í Ísland Got Talent myndi ég vilja gefa eins mikið af mér og ég get til samfélagsins. Það væri alls ekki svo að allt verðlaunaféð færi í mig. Ég myndi vilja hjálpa öðrum,“ segir hún að lokum. Líkt og áður segir heillaði Sigríður dómarana upp úr skónum og má sjá frammistöðu hennar í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ganverskur maður steig framúrstefnulegan dans í Ísland Got Talent „Ég ætla að dansa,“ sagði hinn 42 ára gamli Edwin við dómara Ísland Got Talent. Þriðja þáttaröð hófst í kvöld. 31. janúar 2016 19:44 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég hef rappað í um það bil eitt og hálft ár,“ segir Sigríður Eydís Gísladóttir, eða Sigga Ey, en hún er meðal þeirra sem tók þátt í Ísland got Talent. Fyrsti þáttur þriðju seríu var sýndur í kvöld og var Sigríður meðal þeirra sem fram komu í honum. Atriði hennar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigríður var frekar stressuð áður en hún steig á svið en fór þangað að lokum. Það vakti kátínu hjá Emmsjé Gauta þegar hún tjáði honum að hún ætlaði að rappa og hrifning dómaranna var ekki minni. „Ég hef samið ljóð frá unga aldri og síðar þróaðist það áfram út í hip hop. Ég valdi þessa tónlistarstefnu einfaldlega af því að í hip hop því að þar þarf ekki að sykurhúða neitt eða ferga það. Raunveruleikinn er nefnilega ekki alltaf fallegur,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Sigríður Eydís Gísladóttir rappaði af lífs og sálar kröftum í kvöld.mynd/sigga eyYrkisefnið er oftar en ekki eitthvað sem hefur drifið á daga Sigríðar. „Ég hef upplifað flest sem þú getur ímyndað þér og lent í mörgum áföllum. Ég nota tónlista til að koma tilfinningum, reiði og gremju, frá mér. Ég vona að tónlistin mín geti hjálpað öðrum, að fólk sem hefur upplifað svipaða hluti og ég finni einhverja tengingu. Þetta snýst ekki bara um að að djamma og dansa heldur að vekja upp tilfinningar,“ segir hún. Stefnir að því að verða húðflúrari Sigríður er langt frá því að vera ókunnug rappinu því árið 2014 tók hún þátt í Rímnaflæði, sem er rappkeppni Samfés, og bar sigur úr býtum. Að auki er hún afbragðs skytta en í fyrra var hún valin skotkona Reykjanesbæjar eftir að hún varð Íslandsmeistari með loftriffli í sínum flokki. Að sögn Margrétar Eysteinsdóttur, móður stúlkunnar, er hún afar flink í flestu því sem hún tekur sér fyrir hendur. „Að auki teiknar hún og málar. Ég er alveg gífurlega stolt af henni. Hún hefur róið að þessu frá því hún lærði að skrifa en hún hefur alltaf verið að yrkja ljóð. Ég held það sé afar sérstakt miðað við aldur hve viss hún er um framtíð sína,“ segir Margrét. Sigríður stundar nám við Fjölbrautarskóla Suðurnesja þar sem hún er á almennri listabraut. Að námi loknu stefnir hún að því að verða húðflúrari en það einsetti hún sér fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Ef það skyldi fara svo að ég standi uppi sem sigurvegari í Ísland Got Talent myndi ég vilja gefa eins mikið af mér og ég get til samfélagsins. Það væri alls ekki svo að allt verðlaunaféð færi í mig. Ég myndi vilja hjálpa öðrum,“ segir hún að lokum. Líkt og áður segir heillaði Sigríður dómarana upp úr skónum og má sjá frammistöðu hennar í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ganverskur maður steig framúrstefnulegan dans í Ísland Got Talent „Ég ætla að dansa,“ sagði hinn 42 ára gamli Edwin við dómara Ísland Got Talent. Þriðja þáttaröð hófst í kvöld. 31. janúar 2016 19:44 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ganverskur maður steig framúrstefnulegan dans í Ísland Got Talent „Ég ætla að dansa,“ sagði hinn 42 ára gamli Edwin við dómara Ísland Got Talent. Þriðja þáttaröð hófst í kvöld. 31. janúar 2016 19:44