Var Janet Yellen að senda Bandaríkin inn í efnahagslægð? Lars Christensen skrifar 20. janúar 2016 09:00 Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun