Allir taka undir í lokin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 10:45 „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en skemmtilegt,“ segir Hjörleifur Örn. Mynd/Ágústa Ólafsdóttir „Á þessum tónleikum koma fram fyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar skólans úr nærumhverfinu. Þetta verður heilmikið húllumhæ,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, um hátíðartónleika í Hömrum í kvöld. Þeir eru fyrsti stórviðburðurinn í tilefni 70 ára afmælis skólans. „Meðal þess sem flutt verður er nýtt afmælislag sem við fengum að gjöf frá tveimur eðalmönnum, þeim Daníel Þorsteinssyni og Hjörleifi Hjartarsyni. Söngkennararnir ætla að frumflytja það og kenna fólki það á staðnum svo það geti tekið undir í lokin,“ lýsir Hjörleifur Örn. „Við ætlum svo að bjóða upp á léttar veitingar eftir tónleikana svo þetta verður hugguleg kvöldstund.“ Á döfinni eru heimsóknir nemenda og kennara skólans í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla Akureyrar, að sögn Hjörleifs Arnar. „Það er afmælisgjöf okkar til skóla bæjarins,“ segir hann og nefnir næsta afmælisviðburð sem verður á degi tónlistarskólanna, 15. febrúar. Um er að ræða stórtónleika með hljómsveitinni 200.000 naglbítum í Hamraborg þar sem allir nemendur skólans, um 400 talsins, koma fram og leika útsetningar Daníels Þorsteinssonar með Villa og félögum. Þriðji stórviðburðurinn er fyrirhugaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands í lok árs. Tvennt annað er verið að gera í tilefni afmælisins, að sögn Hjörleifs Arnar; endurgera vefsíðuna og grúska í sögu skólans. „Við erum í samstarfi við Jón Hlöðver Áskelsson sem var skólastjóri hér og þekkir söguna út og inn og erum að móta hugmyndir um að setja saman margmiðlunarsýningu, hún er á vinnslustigi.“ Hjörleifur Arnar tók við embætti skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar rétt fyrir hrun 2008. „Ég flutti hingað heim frá Berlín beint í niðurskurðinn,“ segir hann. „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en á sama tíma skemmtilegt.“ Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Á þessum tónleikum koma fram fyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar skólans úr nærumhverfinu. Þetta verður heilmikið húllumhæ,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, um hátíðartónleika í Hömrum í kvöld. Þeir eru fyrsti stórviðburðurinn í tilefni 70 ára afmælis skólans. „Meðal þess sem flutt verður er nýtt afmælislag sem við fengum að gjöf frá tveimur eðalmönnum, þeim Daníel Þorsteinssyni og Hjörleifi Hjartarsyni. Söngkennararnir ætla að frumflytja það og kenna fólki það á staðnum svo það geti tekið undir í lokin,“ lýsir Hjörleifur Örn. „Við ætlum svo að bjóða upp á léttar veitingar eftir tónleikana svo þetta verður hugguleg kvöldstund.“ Á döfinni eru heimsóknir nemenda og kennara skólans í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla Akureyrar, að sögn Hjörleifs Arnar. „Það er afmælisgjöf okkar til skóla bæjarins,“ segir hann og nefnir næsta afmælisviðburð sem verður á degi tónlistarskólanna, 15. febrúar. Um er að ræða stórtónleika með hljómsveitinni 200.000 naglbítum í Hamraborg þar sem allir nemendur skólans, um 400 talsins, koma fram og leika útsetningar Daníels Þorsteinssonar með Villa og félögum. Þriðji stórviðburðurinn er fyrirhugaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands í lok árs. Tvennt annað er verið að gera í tilefni afmælisins, að sögn Hjörleifs Arnar; endurgera vefsíðuna og grúska í sögu skólans. „Við erum í samstarfi við Jón Hlöðver Áskelsson sem var skólastjóri hér og þekkir söguna út og inn og erum að móta hugmyndir um að setja saman margmiðlunarsýningu, hún er á vinnslustigi.“ Hjörleifur Arnar tók við embætti skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar rétt fyrir hrun 2008. „Ég flutti hingað heim frá Berlín beint í niðurskurðinn,“ segir hann. „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en á sama tíma skemmtilegt.“
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira