Helmingur tekna Valitor kemur frá útlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 13:29 Borgun og Valitor gætu hagnast vel á yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem um þrjú þúsund fjármálafyrirtæki í Evrópu eiga. vísir/stefán Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor. Borgunarmálið Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor.
Borgunarmálið Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira