Töldu söluverðið gott Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2016 18:05 Vísir/Ernir Landsbankinn segist hagnast verulega á yfirtökunni, samkvæmt ákvæðum í samningum um sölu á hlut bankans í Valitor til Arion banka. Þetta segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að samkvæmt upplýsingum bankans byggi greiðslur frá Visa International til Borgunar að mestu leyti á erlendri Visa-þjónustu fyrirtækisins eftir að bankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu árið 2014. Bankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar og rekstraráætlana fyrirtækisins. Landsbankinn segist hins vegar haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. „Þær upphæðir sem hafa verið nefndar í sambandi við yfirtöku Visa Inc. og Visa Europe koma á óvart en óhætt er að fullyrða að flestir gerðu ráð fyrir lægri fjárhæð,“ segir í tilkynningunni. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því á þingi í dag að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Í tilkynningunni segir að verðið hafi verið álitið gott með tilliti til þeirrar miklu áhættu sem fólst í áætlunum Borgunar um að auka erlenda starfsemi. „Árið 2014 lágu fyrir áætlanir Borgunar um að auka erlenda starfsemi sína sem er í eðli sínu áhættusöm, eins og reynsla íslenskra kortafyrirtækja hefur sýnt. Allt hafði þetta áhrif á verðmat og samningaviðræður um sölu á Borgun. Taldi bankinn söluverðið gott, með hliðsjón af stöðu félagsins, áformum og áhættu í framtíðarrekstri.“ Borgunarmálið Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Landsbankinn segist hagnast verulega á yfirtökunni, samkvæmt ákvæðum í samningum um sölu á hlut bankans í Valitor til Arion banka. Þetta segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að samkvæmt upplýsingum bankans byggi greiðslur frá Visa International til Borgunar að mestu leyti á erlendri Visa-þjónustu fyrirtækisins eftir að bankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu árið 2014. Bankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar og rekstraráætlana fyrirtækisins. Landsbankinn segist hins vegar haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. „Þær upphæðir sem hafa verið nefndar í sambandi við yfirtöku Visa Inc. og Visa Europe koma á óvart en óhætt er að fullyrða að flestir gerðu ráð fyrir lægri fjárhæð,“ segir í tilkynningunni. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því á þingi í dag að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Í tilkynningunni segir að verðið hafi verið álitið gott með tilliti til þeirrar miklu áhættu sem fólst í áætlunum Borgunar um að auka erlenda starfsemi. „Árið 2014 lágu fyrir áætlanir Borgunar um að auka erlenda starfsemi sína sem er í eðli sínu áhættusöm, eins og reynsla íslenskra kortafyrirtækja hefur sýnt. Allt hafði þetta áhrif á verðmat og samningaviðræður um sölu á Borgun. Taldi bankinn söluverðið gott, með hliðsjón af stöðu félagsins, áformum og áhættu í framtíðarrekstri.“
Borgunarmálið Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira