Landsbankinn segist hagnast verulega á yfirtökunni, samkvæmt ákvæðum í samningum um sölu á hlut bankans í Valitor til Arion banka. Þetta segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að samkvæmt upplýsingum bankans byggi greiðslur frá Visa International til Borgunar að mestu leyti á erlendri Visa-þjónustu fyrirtækisins eftir að bankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu árið 2014.
Bankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar og rekstraráætlana fyrirtækisins. Landsbankinn segist hins vegar haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008.
„Þær upphæðir sem hafa verið nefndar í sambandi við yfirtöku Visa Inc. og Visa Europe koma á óvart en óhætt er að fullyrða að flestir gerðu ráð fyrir lægri fjárhæð,“ segir í tilkynningunni.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því á þingi í dag að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið.
Í tilkynningunni segir að verðið hafi verið álitið gott með tilliti til þeirrar miklu áhættu sem fólst í áætlunum Borgunar um að auka erlenda starfsemi.
„Árið 2014 lágu fyrir áætlanir Borgunar um að auka erlenda starfsemi sína sem er í eðli sínu áhættusöm, eins og reynsla íslenskra kortafyrirtækja hefur sýnt. Allt hafði þetta áhrif á verðmat og samningaviðræður um sölu á Borgun. Taldi bankinn söluverðið gott, með hliðsjón af stöðu félagsins, áformum og áhættu í framtíðarrekstri.“
Töldu söluverðið gott
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent