HK komst í kvöld í 8 liða úrslit Coca Cola-bikars kvenna þegar það lagði KA/Þór, 31-21, í Digranesi.
HK hafði yfirburði allan leikinn og var sex mörkum yfir í hálfleik, 15-9.
Þórhildur Braga Þórðardóttir fór á kostum fyrir HK og skoraði þrettán mörk, en Emma Havin Sardarsdóttir skoraði átta.
Hjá heimakonum var Steinunn Guðjónsdóttir markahæst með átta mörk og Laufey Lára Höskuldsdóttir skoraði sex mörk.
