Á enginn að bera ábyrgð á sölu ríkiseigna? Árni Páll Árnason skrifar 22. janúar 2016 07:00 Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum. Þessi kaup stefna hraðbyri í að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Bankinn hefur ekki borið fram trúverðugar skýringar á þeirri leið sem valin var við söluna, né því hvers vegna bankinn greindi ekki þau gríðarlegu hagnaðartækifæri sem Borgun hefur boðið nýjum eigendum upp á. Bankinn tryggði sér ekki aðgang að þessum gríðarlegu greiðslum sem fyrirtækið mun nú að óbreyttu fá, eins og hann þó gerði við söluna á eignarhlut í Valitor á svipuðum tíma. Ef þetta er ekki spilling, er þetta fordæmalaust klúður. Hvorugt getur verið óátalið.Rannsókn nauðsynleg Það er góð spurning hvernig hægt sé að endurreisa traust á starfsháttum Landsbankans í ljósi þessa. Yfirstjórn bankans og Bankasýslan hljóta að taka það til athugunar, sem og Fjármálaeftirlitið. Ég vil að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu og beiti þeim rannsóknarheimildum sem þingið hefur.Ábyrgðarleysiskúltúr Það verður að rannsaka þetta mál, því það þarf að draga af því lærdóm. Fram undan er gríðarleg sala ríkiseigna og þá megum við ekki við nýju Borgunarhneyksli. Stærstur hluti bankakerfisins er nú að falla í hendur ríkisins og gert er ráð fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) taki yfir um 60 milljarða eignir frá kröfuhöfum og komi þeim í verð. Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra er einhverra hluta vegna gert ráð fyrir að stjórn þess eignarhaldsfélags njóti ábyrgðarleysis og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna sem nemur allt að einum milljarði króna, án sérstaks samþykkis. Borgunarhneykslið kallar á endurmat á þessu víðtæka ábyrgðarleysi. Við verðum að hemja þennan ábyrgðarleysiskúltúr og búa til fastari og agaðri umgjörð um sölu ríkiseigna. Enginn sem fer með sölu almannaeigna á að geta skýlt sér á bak við ábyrgðarleysi að lögum. Um það ættum við öll að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Borgunarmálið Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum. Þessi kaup stefna hraðbyri í að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Bankinn hefur ekki borið fram trúverðugar skýringar á þeirri leið sem valin var við söluna, né því hvers vegna bankinn greindi ekki þau gríðarlegu hagnaðartækifæri sem Borgun hefur boðið nýjum eigendum upp á. Bankinn tryggði sér ekki aðgang að þessum gríðarlegu greiðslum sem fyrirtækið mun nú að óbreyttu fá, eins og hann þó gerði við söluna á eignarhlut í Valitor á svipuðum tíma. Ef þetta er ekki spilling, er þetta fordæmalaust klúður. Hvorugt getur verið óátalið.Rannsókn nauðsynleg Það er góð spurning hvernig hægt sé að endurreisa traust á starfsháttum Landsbankans í ljósi þessa. Yfirstjórn bankans og Bankasýslan hljóta að taka það til athugunar, sem og Fjármálaeftirlitið. Ég vil að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu og beiti þeim rannsóknarheimildum sem þingið hefur.Ábyrgðarleysiskúltúr Það verður að rannsaka þetta mál, því það þarf að draga af því lærdóm. Fram undan er gríðarleg sala ríkiseigna og þá megum við ekki við nýju Borgunarhneyksli. Stærstur hluti bankakerfisins er nú að falla í hendur ríkisins og gert er ráð fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) taki yfir um 60 milljarða eignir frá kröfuhöfum og komi þeim í verð. Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra er einhverra hluta vegna gert ráð fyrir að stjórn þess eignarhaldsfélags njóti ábyrgðarleysis og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna sem nemur allt að einum milljarði króna, án sérstaks samþykkis. Borgunarhneykslið kallar á endurmat á þessu víðtæka ábyrgðarleysi. Við verðum að hemja þennan ábyrgðarleysiskúltúr og búa til fastari og agaðri umgjörð um sölu ríkiseigna. Enginn sem fer með sölu almannaeigna á að geta skýlt sér á bak við ábyrgðarleysi að lögum. Um það ættum við öll að sameinast.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar