Auðvelt hjá þeim bestu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 10:45 Þessi skemmtilega samsetta mynd sýnir Federer í leiknum í morgun. Vísir/Getty Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti. Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira
Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti.
Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira
Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00
Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15
Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15