Haukur fjórum sekúndum á undan Magnúsi í kappátinu | Gera út um þetta í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 16:00 Magnús Þór Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00. Dominos-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira