„Til Íslands, sem þorði er aðrir þögðu“ Jakob Frímann Magnússon skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar