Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2016 10:10 Bankinn fékk aðgang að upplýsingum um rekstur Borgunar áður en hann gekk frá sölu á hlut sínum. Vísir/Andri Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á Visa Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. Samið hafði verið um valréttinn árið 2007 en hann var ótímabundinn og óvíst var hvenær og hvort af honum yrði, að sögn Steinþórs. Samningurinn færir hluthöfum Visa Europe mikinn fjárhagslegan ávinning. „Þetta var viljayfirlýsing milli Visa Inc. og Visa Europe um að menn myndu setjast niður ef annar aðilinn myndi óska eftir slíku. Við reyndum að kynna okkur þetta eins vel og við gátum. Við vorum í sambandi við forstjóra Visa Europe og við gerðum okkur grein fyrir þessum samningi,“ segir Steinþór. Er þetta eitthvað sem þið hefðuð þurft að taka tillit til við sölu hlutabréfa í Borgun, til dæmis með því að setja ákvæði inn í kaupsamninginn um að bankinn myndi njóta fjárhagslegs ávinnings af samstarfi eða yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, ef af því yrði? „Við töldum ekki að Borgun myndi fá neinar greiðslur, þeir höfðu ekki verið með Visa-viðskipti. Þau höfðu verið í gegnum Visa Ísland sem var hjá Valitor. Við gættum okkar hagsmuna með þessum hætti þegar við seldum hlut okkar í Valitor til Arion banka,“ segir Steinþór en hann er þar að vísa til sérstaks ákvæðis í kaupsamningi milli Arion banka og Landsbanka um hlutabréfin í Valitor. Landsbankinn seldi 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014.Vísir/ErnirSteinþór segir að Landsbankinn hafi selt hlutabréf sín í Borgun hf. í góðri trú. „Við vorum að vinna þetta eftir bestu getu og þekkingu. Það lá ekk fyrir neitt um að þeir (Borgun) væru að fá ávinning af þessum valrétti og það er eitthvað sem gerist eftir að við seljum.“ Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Borgunarmálið hneyksli og þeir sem beri ábyrgð hljóta að þurfa að axla hana, jafnvel þó allt hafi verið gert í góðri trú. Þá segir hann að kaupendur að hlut Landsbankans í Borgun eigi alvarlega að íhuga hvort þeir taki þá afstöðu að láta Landsbankann, seljandann, njóta hluta af þeim ávinningi sem fylgir kaupum Visa Inc. á Visa Europe.Steinþór Pálsson„Það er alveg sjálfsagt að mæta fyrir þær nefndir þingsins sem vilja hitta mig. Ég gerði það nú fyrir ári síðan um þetta mál. Formaður þeirrar nefndar hældi mér þá fyrir greinargóð svör. Þetta eru svona eftiráskýringar að einhverju leyti. Þegar við seljum bréfin í Borgun virðist Borgun fara í mikinn vöxt erlendis. Þessi vöxtur er að langmestu leyti kominn til eftir að við seljum. Þetta er því svolítið eins og að selja frá sér kökuna en gera tilkall til þess að borða hana.“ Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“. Í mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Borgunarmálið Tengdar fréttir Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. 23. janúar 2016 17:36 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á Visa Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. Samið hafði verið um valréttinn árið 2007 en hann var ótímabundinn og óvíst var hvenær og hvort af honum yrði, að sögn Steinþórs. Samningurinn færir hluthöfum Visa Europe mikinn fjárhagslegan ávinning. „Þetta var viljayfirlýsing milli Visa Inc. og Visa Europe um að menn myndu setjast niður ef annar aðilinn myndi óska eftir slíku. Við reyndum að kynna okkur þetta eins vel og við gátum. Við vorum í sambandi við forstjóra Visa Europe og við gerðum okkur grein fyrir þessum samningi,“ segir Steinþór. Er þetta eitthvað sem þið hefðuð þurft að taka tillit til við sölu hlutabréfa í Borgun, til dæmis með því að setja ákvæði inn í kaupsamninginn um að bankinn myndi njóta fjárhagslegs ávinnings af samstarfi eða yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, ef af því yrði? „Við töldum ekki að Borgun myndi fá neinar greiðslur, þeir höfðu ekki verið með Visa-viðskipti. Þau höfðu verið í gegnum Visa Ísland sem var hjá Valitor. Við gættum okkar hagsmuna með þessum hætti þegar við seldum hlut okkar í Valitor til Arion banka,“ segir Steinþór en hann er þar að vísa til sérstaks ákvæðis í kaupsamningi milli Arion banka og Landsbanka um hlutabréfin í Valitor. Landsbankinn seldi 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014.Vísir/ErnirSteinþór segir að Landsbankinn hafi selt hlutabréf sín í Borgun hf. í góðri trú. „Við vorum að vinna þetta eftir bestu getu og þekkingu. Það lá ekk fyrir neitt um að þeir (Borgun) væru að fá ávinning af þessum valrétti og það er eitthvað sem gerist eftir að við seljum.“ Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Borgunarmálið hneyksli og þeir sem beri ábyrgð hljóta að þurfa að axla hana, jafnvel þó allt hafi verið gert í góðri trú. Þá segir hann að kaupendur að hlut Landsbankans í Borgun eigi alvarlega að íhuga hvort þeir taki þá afstöðu að láta Landsbankann, seljandann, njóta hluta af þeim ávinningi sem fylgir kaupum Visa Inc. á Visa Europe.Steinþór Pálsson„Það er alveg sjálfsagt að mæta fyrir þær nefndir þingsins sem vilja hitta mig. Ég gerði það nú fyrir ári síðan um þetta mál. Formaður þeirrar nefndar hældi mér þá fyrir greinargóð svör. Þetta eru svona eftiráskýringar að einhverju leyti. Þegar við seljum bréfin í Borgun virðist Borgun fara í mikinn vöxt erlendis. Þessi vöxtur er að langmestu leyti kominn til eftir að við seljum. Þetta er því svolítið eins og að selja frá sér kökuna en gera tilkall til þess að borða hana.“ Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“. Í mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. 23. janúar 2016 17:36 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. 23. janúar 2016 17:36
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00