Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? skjóðan skrifar 27. janúar 2016 07:00 vísir/pjetur Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun án þess að láta markaðinn vita að þau væru til sölu. Kaupendurnir voru handvaldir úr hópi annarra eigenda og stjórnenda Borgunar. Verðið var óeðlilega lágt, eins og arðgreiðsla til eigenda örfáum vikum eftir söluna leiddi í ljós. Nú er komið á daginn að nýir eigendur Borgunar hagnast um marga milljarða vegna hagnaðarhlutdeildar Borgunar í sölu Visa í Evrópu til Visa í Ameríku. Stjórnendur Landsbankans, ríkisbankans, voru að ráðstafa eignum skattgreiðenda þegar þeir afhentu hlut bankans í Borgun fyrir táknrænt gjald, sem endurspeglaði hvergi nærri sannvirði hlutarins. Visa í Evrópu hafði í tíu ár haft sölurétt gagnvart Visa í Bandaríkjunum og viðræður um fullnustu hans hafa staðið í þrjú ár. Það er því ekki hægt að halda því fram að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa í Evrópu, sem nú færir nýjum eigendum Borgunar marga milljarða. Visa í Bandaríkjunum hefur ítrekað gefið út tilkynningar um áhrif kaupskyldunnar gagnvart Visa í Evrópu á afkomu fyrirtækisins. Þetta eru og hafa verið opinberar upplýsingar. Stjórnendur Landsbankans vissu af yfirvofandi sölu á Visa í Evrópu og settu sérstök ákvæði inn í sölu á hlut Landsbankans í Valitor til Arion banka, sem tryggðu Landsbankanum hagnað af væntanlegum viðskiptum milli Visa í Evrópu og Bandaríkjunum. Fullyrðingar um að hlutdeild Borgunar í hagnaði af þeim viðskiptum hafi fyrst og fremst orðið til á þeim mánuðum sem liðnir eru frá sölu hlutabréfa bankans eru fráleitar og til merkis um annaðhvort örvæntingu stjórnenda Landsbankans eða ósvífni, nema hvort tveggja sé. Nokkrir stjórnendur gömlu bankanna sitja í fangelsi. Þeir hafa m.a. verið dæmdir fyrir umboðssvik, þ.e. þeir eru taldir hafa farið út fyrir umboð sitt og ráðstafað eignum bankanna á þann veg að hluthafar urðu fyrir tjóni. Ekki verður annað séð en að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi beinlínis skaðað eigendur bankans, íslenska skattgreiðendur, með sölunni á hlutunum í Borgun án útboðs. Með hliðsjón af sölunni í Valitor til Arion banka blasir við að vart er um vanrækslu að ræða heldur beinan ásetning. Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar hlýtur formaður bankaráðs Landsbankans að bera beina refsiábyrgð í málinu ásamt bankastjóranum og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, jafnvel þótt hann hafi mögulega ekki átt beina aðkomu að málinu. Hugsanlega gerðu kaupendur Borgunar viðskipti ársins á sama tíma og Landsbankamenn fá skammarverðlaun sem verstu viðskiptamenn ársins en spyrja má hvort einhver munur sé á umboðssvikum bankamanna fyrir hrun og umboðssvikum bankamanna, sem í dag gauka verðmætum eignum til sérvalinna vina sinna án útboðs og á vildarkjörum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun án þess að láta markaðinn vita að þau væru til sölu. Kaupendurnir voru handvaldir úr hópi annarra eigenda og stjórnenda Borgunar. Verðið var óeðlilega lágt, eins og arðgreiðsla til eigenda örfáum vikum eftir söluna leiddi í ljós. Nú er komið á daginn að nýir eigendur Borgunar hagnast um marga milljarða vegna hagnaðarhlutdeildar Borgunar í sölu Visa í Evrópu til Visa í Ameríku. Stjórnendur Landsbankans, ríkisbankans, voru að ráðstafa eignum skattgreiðenda þegar þeir afhentu hlut bankans í Borgun fyrir táknrænt gjald, sem endurspeglaði hvergi nærri sannvirði hlutarins. Visa í Evrópu hafði í tíu ár haft sölurétt gagnvart Visa í Bandaríkjunum og viðræður um fullnustu hans hafa staðið í þrjú ár. Það er því ekki hægt að halda því fram að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa í Evrópu, sem nú færir nýjum eigendum Borgunar marga milljarða. Visa í Bandaríkjunum hefur ítrekað gefið út tilkynningar um áhrif kaupskyldunnar gagnvart Visa í Evrópu á afkomu fyrirtækisins. Þetta eru og hafa verið opinberar upplýsingar. Stjórnendur Landsbankans vissu af yfirvofandi sölu á Visa í Evrópu og settu sérstök ákvæði inn í sölu á hlut Landsbankans í Valitor til Arion banka, sem tryggðu Landsbankanum hagnað af væntanlegum viðskiptum milli Visa í Evrópu og Bandaríkjunum. Fullyrðingar um að hlutdeild Borgunar í hagnaði af þeim viðskiptum hafi fyrst og fremst orðið til á þeim mánuðum sem liðnir eru frá sölu hlutabréfa bankans eru fráleitar og til merkis um annaðhvort örvæntingu stjórnenda Landsbankans eða ósvífni, nema hvort tveggja sé. Nokkrir stjórnendur gömlu bankanna sitja í fangelsi. Þeir hafa m.a. verið dæmdir fyrir umboðssvik, þ.e. þeir eru taldir hafa farið út fyrir umboð sitt og ráðstafað eignum bankanna á þann veg að hluthafar urðu fyrir tjóni. Ekki verður annað séð en að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi beinlínis skaðað eigendur bankans, íslenska skattgreiðendur, með sölunni á hlutunum í Borgun án útboðs. Með hliðsjón af sölunni í Valitor til Arion banka blasir við að vart er um vanrækslu að ræða heldur beinan ásetning. Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar hlýtur formaður bankaráðs Landsbankans að bera beina refsiábyrgð í málinu ásamt bankastjóranum og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, jafnvel þótt hann hafi mögulega ekki átt beina aðkomu að málinu. Hugsanlega gerðu kaupendur Borgunar viðskipti ársins á sama tíma og Landsbankamenn fá skammarverðlaun sem verstu viðskiptamenn ársins en spyrja má hvort einhver munur sé á umboðssvikum bankamanna fyrir hrun og umboðssvikum bankamanna, sem í dag gauka verðmætum eignum til sérvalinna vina sinna án útboðs og á vildarkjörum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira