Ólýsanleg tilfinning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. janúar 2016 09:00 Alda Dís Arnardóttir vissi alltaf að sig langaði til þess að starfa sem söngkona. Vísir/Ernir Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2. Tónlist Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2.
Tónlist Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira