Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Guðbjörg Lára Másdóttir og Sigmar Aron Ómarsson skrifar 28. janúar 2016 11:12 Siggi skráði sig í Háskóla Íslands beint eftir stúdentsprófið. Hann mætir samviskusamlega í tíma, enda ekki langt að fara frá íbúðinni hans á stúdentagörðunum. Fjárhagsstaðan er því miður ekki eins og best verður á kosið og því er Siggi háður námslánum frá LÍN, rétt eins og svo margir aðrir. Siggi hefur gaman af náminu sínu og gengur vel stemmdur inn í fyrstu prófatörnina. Eins og svo oft áður er vetur í desember, bærinn fyllist af snjó og göturnar breytast í óumbeðið skautasvell. Á leið sinni heim frá Þjóðarbókhlöðunni þarf Siggi að þvera Suðurgötuna. Hann lítur til beggja hliða en einhver er að drífa sig aðeins of mikið, nær ekki að bremsa í tæka tíð og síðan er allt svart. Siggi vaknar í sjúkrarúmi á Landspítalanum og er tjáð að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum og hlotið þungt höfuðhögg, hugsanlega heilahristing. Nú er útlitið svart. Siggi á að mæta í próf daginn eftir en varla fer hann að taka próf í þessu ástandi, rúmliggjandi maðurinn. Hann neyðist því til að hringja sig inn veikan og fær lækninn sinn til að skrifa upp á vottorð fyrir sig. Um miðjan janúar fær Siggi bréf frá LÍN, hann stóðst ekki námsframvindukröfur sjóðsins og fær námslánin sín því ekki greidd út. Sigga er brugðið, enda eru námslánin grundvöllur þess að hann eigi í sig og á. Daginn eftir berst honum bréf frá Félagsstofnun stúdenta þar sem segir að skv. þeirra gögnum hafi hann ekki skilað þeim 18 einingum á haustönn sem eru forsenda áframhaldandi veru hans á stúdentagörðunum. Ekki hafði hann órað fyrir því að hálkan á Suðurgötunni gæti haft svona afdrifarík áhrif á líf eins háskólastúdents. „Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Siggi skráði sig í Háskóla Íslands beint eftir stúdentsprófið. Hann mætir samviskusamlega í tíma, enda ekki langt að fara frá íbúðinni hans á stúdentagörðunum. Fjárhagsstaðan er því miður ekki eins og best verður á kosið og því er Siggi háður námslánum frá LÍN, rétt eins og svo margir aðrir. Siggi hefur gaman af náminu sínu og gengur vel stemmdur inn í fyrstu prófatörnina. Eins og svo oft áður er vetur í desember, bærinn fyllist af snjó og göturnar breytast í óumbeðið skautasvell. Á leið sinni heim frá Þjóðarbókhlöðunni þarf Siggi að þvera Suðurgötuna. Hann lítur til beggja hliða en einhver er að drífa sig aðeins of mikið, nær ekki að bremsa í tæka tíð og síðan er allt svart. Siggi vaknar í sjúkrarúmi á Landspítalanum og er tjáð að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum og hlotið þungt höfuðhögg, hugsanlega heilahristing. Nú er útlitið svart. Siggi á að mæta í próf daginn eftir en varla fer hann að taka próf í þessu ástandi, rúmliggjandi maðurinn. Hann neyðist því til að hringja sig inn veikan og fær lækninn sinn til að skrifa upp á vottorð fyrir sig. Um miðjan janúar fær Siggi bréf frá LÍN, hann stóðst ekki námsframvindukröfur sjóðsins og fær námslánin sín því ekki greidd út. Sigga er brugðið, enda eru námslánin grundvöllur þess að hann eigi í sig og á. Daginn eftir berst honum bréf frá Félagsstofnun stúdenta þar sem segir að skv. þeirra gögnum hafi hann ekki skilað þeim 18 einingum á haustönn sem eru forsenda áframhaldandi veru hans á stúdentagörðunum. Ekki hafði hann órað fyrir því að hálkan á Suðurgötunni gæti haft svona afdrifarík áhrif á líf eins háskólastúdents. „Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun