Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Grindavík 110-105 | Sigur í tvíframlengdum spennuleik Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 28. janúar 2016 22:45 Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. vísir/stefán Snæfellingar styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með afar þýðingarmiklum sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld, 110-105, en tvíframlengja þurfti leikinn. Snæfellingar byrjuðu af miklum krafti og leiddu í hálfleik, 50-38. En Grindvíkingar náðu að svara með frábærum þriðja leikhluta. Grindavík tryggði sér fyrri framlenginuna þegar lítið var eftir af fjórða leikhluta og þeir endurtóku svo leikinn í lok hennar. Það var áfram jafnræði með liðunum í síðari framlengingunni og Grindavík fékk tækifæri til að komast yfir þegar sjö sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Ingva Guðmundssonar geigaði. Sherrod Wright kláraði svo leikinn af vítalínunni á síðustu sekúndunum. Fyrsti leikhluti fór frekar rólega af stað og virtust bæði lið ætla sér að spila tiltölulega rólegan og agaðan körfubolta. Langar sóknir þar sem nánast hver einasta sekúnda á skotklukkunni var nýtt til hins ýtrasta einkenndi leikinn framan af en þessi áætlun beggja liða virtist ekki ætla að skila neinum neinn afgerandi yfirburð í leiknum. Í öðrum leikhluta breyttist stemmingin og voru það Hólmarar sem urðu fyrstir til að vakna almennilega til lífs. Snæfell byrjaði af miklum krafti og skilaði öflugur kafli 19 stiga forskoti sem endaði loks með 12 stiga forystu er liðin héldu inn í búningsklefana í hálfleik. Það virtist ríkja ákveðin spenna í loftinu á þessum tímapunkti og bjuggust menn eflaust við að sú spenna kæmi til með að gera aftur vart við sig í byrjun þriðja leikhluta. Sú var þó ekki raunin. Þriðji leikhluti byrjaði aftur á svipaðan hátt og sá fyrsti. Bæði Snæfellingar og Grindvíkingar mættu einbeittir til leiks og reyndu að yfirfæra sitt rólega og yfirvegaða leikskipulag á parkettið. Hægt og bítandi jókst spennan engu að síðu því Grindvíkingar virtust koma æ betur í leikinn. í lok 3. leikhluta voru Grindvíkingar búnir að minnka munin í tvö stig og merki á lofti að nú kæmi spennan sem áhorfendur höfðu beðið eftir. Fjörði leikhluti endaði með 2 stiga sigri Grindvíkinga (17-19) sem olli því að framlengja þurfti leikinn. Háspennan mætt í húsið. Á endanum þurfti að tvíframmlengja þennan leik en lokatölur urðu 110-105.Snæfell – Grindavík 110-105 (16-17, 34-21, 20-30, 17-19, 10-10, 13-8)Snæfell: Sherrod N. Wright 49/16 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/4 fráköst, Austin M. Bracey 15/3 fráköst, Stefán K. torfason 12/13 fráköst, Þorbergur H. Sæþórsson 12/6 fráköst.Grindavík: Charles W. Garcia 30/13 fráköst, Jón A. Guðmundsson 22/13 fráköst, Jóhann Á. Ólafsson 18/4 fráköst, ómar Ö. Sævarsson14/14 fráköst, Hilmir Kristjánsson 11/2 fráköst.Jóhann Þór: En og aftur jafn leikur á milli liðana Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari, og hans menn í Grindarvíkuliðinu töpuðu í annað skipti á þessu tímabili fyrir Snæfelli eftir jafnan leik en fyrri viðureign liðana í Grindavík endaði með 1 stigs sigri Hólmara 99-98. „Ég er hundsvekktur það er númer eitt, tvö og þrjú. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik. Svo hittum við ekki úr stórum skotum í restina. Kaninn þeirra [Sharrod Nigel Wright] setti 49 stig. Þetta var erfitt,“ sagði Jóhann eftir tap sinna manna. Aðspurður út í mögulegt sæti í urslitakeppnina gaf Jóhann Þór það í skin að Grindavíkingar væri alls ekki þekktir fyrir að leggja árar upp í bát. „Það eru sjö leikir eftir og þetta hefði alveg eins geta dottið okkar megin hérna í kvöld en því miður var það ekki þannig. Bara áfram gakk!“ Komum til að sækja stiginn tvö - réðum ekki við kanann þeirraÓmar: Engin lína í dómgæslunni „Þetta var gífurleg sárt. Við komun hingað til að næla okkur í tvö stig og koma okkur í úrslitakeppnina en Snæfellingar voru bara sterkari á lokasprettinum,“ sagði Ómar Örn Sævarsson leikmaður Grindavíkur eftir leik. „Sama hvað við settum upp þá virtumst við ekki getað stöðvað [Sherrod], “ sagði Ómar og bætti hugsi við „hann og þeirra leikskipulag kláruðu okkur í dag.“ Enn og aftur var eitthvað um tæknivillur í Hólminum. Hvað fannst mönnum um það? „Ég var ekki sáttur með dómgæsluna í þessum leik en við töpuðum ekkert vegna dómgæslunar. Mér fannst eiginlega engin lína. En þeir mega eiga það að það var mjög þægilegt að tala við þá.“Bracey: Þurftum fleiri fráköst „Þetta var góður sigur fyrir okkur. Við þurftum á honum að halda. Við vissum að við gætum unnið þennan leik ef við spiluðum saman og það er nákvæmlega það sem við gerðum. Margir leikmenn stigu upp og við náðum að klára þennan langa leik.“ Eitthvað sem hefði mátt fara betur í ykkar leik í kvöld? „Fráköstin,“ svarar Austin ákveðinn, „ég tel við hefðum getað unnið leikin fyrr ef við hefðum frákastað betur í kvöld.“ Kom leikur Grindvíkinga þér á óvart eða var þetta það sem þið bjuggust við? „Já, þetta var það sem við bjuggumst við. Kaninn þeirra [Charles W. Garcia] frákastaði mikið en við spiluðum betri liðsvörn. Við vorum ef til vill aðeins ákveðnari og stefnufastari en þeir í kvöld.“ „Ég er mjög stoltur af liðinu vegna þess að þetta var ekki auðvelt.“Ingi Þór: Þriggja stiga leikur „Þetta var bara þriggja stiga leikur því nú höfum við forskot á þá í baráttu um sæti í úrslitakeppninni vegna inbyrðis skori,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sáttur með frammistöðu liðsinns. „Við áttum alveg frábæran annan leikhluta þ.e.a.s. fyrstu níu mínúturnar og vorum komnir átján stigum yfir svo fór bara farsi í gang þar sem Sherrod pikkaði upp 3 villur á fimmtán sekúndum. En ég er bara stoltur af hvernig við unnum úr því.“ „Mér finnst að við hefðum getað slitið okkur frá þeim með betri frákastavinnu í vörninni.“ Eru Hólmarar að undirbúa sig fyrir það að vera með tvö lið í úrslitakeppninni? „Ég er tilbúinn í það, ekki spurning. Mér finnst við eiga það skilið. Við erum búnir að standa okkur og við erum ekkert hættir.“ Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Snæfellingar styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með afar þýðingarmiklum sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld, 110-105, en tvíframlengja þurfti leikinn. Snæfellingar byrjuðu af miklum krafti og leiddu í hálfleik, 50-38. En Grindvíkingar náðu að svara með frábærum þriðja leikhluta. Grindavík tryggði sér fyrri framlenginuna þegar lítið var eftir af fjórða leikhluta og þeir endurtóku svo leikinn í lok hennar. Það var áfram jafnræði með liðunum í síðari framlengingunni og Grindavík fékk tækifæri til að komast yfir þegar sjö sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Ingva Guðmundssonar geigaði. Sherrod Wright kláraði svo leikinn af vítalínunni á síðustu sekúndunum. Fyrsti leikhluti fór frekar rólega af stað og virtust bæði lið ætla sér að spila tiltölulega rólegan og agaðan körfubolta. Langar sóknir þar sem nánast hver einasta sekúnda á skotklukkunni var nýtt til hins ýtrasta einkenndi leikinn framan af en þessi áætlun beggja liða virtist ekki ætla að skila neinum neinn afgerandi yfirburð í leiknum. Í öðrum leikhluta breyttist stemmingin og voru það Hólmarar sem urðu fyrstir til að vakna almennilega til lífs. Snæfell byrjaði af miklum krafti og skilaði öflugur kafli 19 stiga forskoti sem endaði loks með 12 stiga forystu er liðin héldu inn í búningsklefana í hálfleik. Það virtist ríkja ákveðin spenna í loftinu á þessum tímapunkti og bjuggust menn eflaust við að sú spenna kæmi til með að gera aftur vart við sig í byrjun þriðja leikhluta. Sú var þó ekki raunin. Þriðji leikhluti byrjaði aftur á svipaðan hátt og sá fyrsti. Bæði Snæfellingar og Grindvíkingar mættu einbeittir til leiks og reyndu að yfirfæra sitt rólega og yfirvegaða leikskipulag á parkettið. Hægt og bítandi jókst spennan engu að síðu því Grindvíkingar virtust koma æ betur í leikinn. í lok 3. leikhluta voru Grindvíkingar búnir að minnka munin í tvö stig og merki á lofti að nú kæmi spennan sem áhorfendur höfðu beðið eftir. Fjörði leikhluti endaði með 2 stiga sigri Grindvíkinga (17-19) sem olli því að framlengja þurfti leikinn. Háspennan mætt í húsið. Á endanum þurfti að tvíframmlengja þennan leik en lokatölur urðu 110-105.Snæfell – Grindavík 110-105 (16-17, 34-21, 20-30, 17-19, 10-10, 13-8)Snæfell: Sherrod N. Wright 49/16 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/4 fráköst, Austin M. Bracey 15/3 fráköst, Stefán K. torfason 12/13 fráköst, Þorbergur H. Sæþórsson 12/6 fráköst.Grindavík: Charles W. Garcia 30/13 fráköst, Jón A. Guðmundsson 22/13 fráköst, Jóhann Á. Ólafsson 18/4 fráköst, ómar Ö. Sævarsson14/14 fráköst, Hilmir Kristjánsson 11/2 fráköst.Jóhann Þór: En og aftur jafn leikur á milli liðana Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari, og hans menn í Grindarvíkuliðinu töpuðu í annað skipti á þessu tímabili fyrir Snæfelli eftir jafnan leik en fyrri viðureign liðana í Grindavík endaði með 1 stigs sigri Hólmara 99-98. „Ég er hundsvekktur það er númer eitt, tvö og þrjú. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik. Svo hittum við ekki úr stórum skotum í restina. Kaninn þeirra [Sharrod Nigel Wright] setti 49 stig. Þetta var erfitt,“ sagði Jóhann eftir tap sinna manna. Aðspurður út í mögulegt sæti í urslitakeppnina gaf Jóhann Þór það í skin að Grindavíkingar væri alls ekki þekktir fyrir að leggja árar upp í bát. „Það eru sjö leikir eftir og þetta hefði alveg eins geta dottið okkar megin hérna í kvöld en því miður var það ekki þannig. Bara áfram gakk!“ Komum til að sækja stiginn tvö - réðum ekki við kanann þeirraÓmar: Engin lína í dómgæslunni „Þetta var gífurleg sárt. Við komun hingað til að næla okkur í tvö stig og koma okkur í úrslitakeppnina en Snæfellingar voru bara sterkari á lokasprettinum,“ sagði Ómar Örn Sævarsson leikmaður Grindavíkur eftir leik. „Sama hvað við settum upp þá virtumst við ekki getað stöðvað [Sherrod], “ sagði Ómar og bætti hugsi við „hann og þeirra leikskipulag kláruðu okkur í dag.“ Enn og aftur var eitthvað um tæknivillur í Hólminum. Hvað fannst mönnum um það? „Ég var ekki sáttur með dómgæsluna í þessum leik en við töpuðum ekkert vegna dómgæslunar. Mér fannst eiginlega engin lína. En þeir mega eiga það að það var mjög þægilegt að tala við þá.“Bracey: Þurftum fleiri fráköst „Þetta var góður sigur fyrir okkur. Við þurftum á honum að halda. Við vissum að við gætum unnið þennan leik ef við spiluðum saman og það er nákvæmlega það sem við gerðum. Margir leikmenn stigu upp og við náðum að klára þennan langa leik.“ Eitthvað sem hefði mátt fara betur í ykkar leik í kvöld? „Fráköstin,“ svarar Austin ákveðinn, „ég tel við hefðum getað unnið leikin fyrr ef við hefðum frákastað betur í kvöld.“ Kom leikur Grindvíkinga þér á óvart eða var þetta það sem þið bjuggust við? „Já, þetta var það sem við bjuggumst við. Kaninn þeirra [Charles W. Garcia] frákastaði mikið en við spiluðum betri liðsvörn. Við vorum ef til vill aðeins ákveðnari og stefnufastari en þeir í kvöld.“ „Ég er mjög stoltur af liðinu vegna þess að þetta var ekki auðvelt.“Ingi Þór: Þriggja stiga leikur „Þetta var bara þriggja stiga leikur því nú höfum við forskot á þá í baráttu um sæti í úrslitakeppninni vegna inbyrðis skori,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sáttur með frammistöðu liðsinns. „Við áttum alveg frábæran annan leikhluta þ.e.a.s. fyrstu níu mínúturnar og vorum komnir átján stigum yfir svo fór bara farsi í gang þar sem Sherrod pikkaði upp 3 villur á fimmtán sekúndum. En ég er bara stoltur af hvernig við unnum úr því.“ „Mér finnst að við hefðum getað slitið okkur frá þeim með betri frákastavinnu í vörninni.“ Eru Hólmarar að undirbúa sig fyrir það að vera með tvö lið í úrslitakeppninni? „Ég er tilbúinn í það, ekki spurning. Mér finnst við eiga það skilið. Við erum búnir að standa okkur og við erum ekkert hættir.“ Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira