Hugsum um góðæri Magnús Guðmundsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Fyrir rúmu ári seldi Landsbankinn, sem er þrátt fyrir allt enn í eigu þjóðarinnar, ríflega þrjátíu prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að gera það í opnu ferli. Aðeins var rætt við einn kaupendahóp og salan fór fram á bak við luktar dyr á 2,2 milljarða. Það eru miklir peningar. En nú hefur komið í ljós að þetta voru alltof litlir peningar. Bankinn hefði átt að fá miklu meira fyrir sína eign og þar með varð eigandi bankans, enn þá almenningur ári síðar, af gríðarlegum fjárhæðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk svo langt að kalla þessi viðskipti „augljóst klúður“ og það er svo sannarlega óhætt að taka undir það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki eins djúpt í árinni enda í afleitri stöðu til þess að tjá sig um málið þar sem á meðal kaupenda að Borgun voru honum náskyldir aðilar. Það þýðir ekki að ástæða sé til þess að saka Bjarna um aðkomu að málinu en það sýnir okkur öllum, og þá ekki síst Bjarna sem auðvitað vill ekki að almenningur haldi eitthvað misjafnt um sig, að slík viðskipti verða alltaf að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Á meðal þeirra sem hafa vakið máls á mikilvægi þess að sala eigna fari fram með gagnsæjum hætti er Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Annað sem kom fram í máli Ásgeirs Brynjars í viðtali í Speglinum á RÚV í gærkvöldi er ekki síður mikilvægt. En það er hvernig við sem samfélag ætlum að líta á banka og hvernig við viljum að bankastarfsemi þróist á komandi árum. Ásgeir Brynjar hefur reyndar áður bent á að þróunin í kjölfar bankahrunsins hér á landi virðist ekki vera með sama hætti og víða annars staðar í heiminum. Eftir hrun hefur þróunin víða verið sú hjá ríkisvaldinu að herða regluverkið og ekki síður að breyta viðhorfinu til eðlis bankastarfsemi. Að hætta að líta á banka sem ofurgróðafyrirtæki og líta frekar á þá sem eðlilegar fjármálaveitur fyrir bæði almenning sem og fyrirtæki sem skila þá eigendum skynsamlegum arði og ávöxtun fremur en ofurgróða. En á Íslandi hefur lítið breyst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til þess ofurgróða sem bankarnir virðast vera að skila eigendum sínum og ef rifjuð eru upp ummæli bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar í fréttaþættinum Eyjunni á Stöð 2 að hér ríki „blússandi góðæri“ þó svo það hafi nú komið flatt upp á almenning. Þetta blússandi góðæri er kannski að finna í efnahagsreikningum bankanna og þá fylgja kannski bónusgreiðslur bankastjórnenda með. En það er ekki blússandi góðæri í íslensku samfélagi á meðal íslensks almennings sem á þó bankann sem Steinþór er að vinna fyrir. Borgunarmálið verður rannsakað og það verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn. En við megum ekki láta þar staðar numið heldur þurfa íslensk stjórnvöld nú að láta þetta augljósa klúður sér að kenningu verða og endurhugsa fyrirkomulag bankaviðskipta á Íslandi. Þar þarf hver hugsun að miða að því að tryggja hagsmuni almennings, fólksins í landinu sem stjórnvöld vinna fyrir, umfram góðæri fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Magnús Guðmundsson Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári seldi Landsbankinn, sem er þrátt fyrir allt enn í eigu þjóðarinnar, ríflega þrjátíu prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að gera það í opnu ferli. Aðeins var rætt við einn kaupendahóp og salan fór fram á bak við luktar dyr á 2,2 milljarða. Það eru miklir peningar. En nú hefur komið í ljós að þetta voru alltof litlir peningar. Bankinn hefði átt að fá miklu meira fyrir sína eign og þar með varð eigandi bankans, enn þá almenningur ári síðar, af gríðarlegum fjárhæðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk svo langt að kalla þessi viðskipti „augljóst klúður“ og það er svo sannarlega óhætt að taka undir það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki eins djúpt í árinni enda í afleitri stöðu til þess að tjá sig um málið þar sem á meðal kaupenda að Borgun voru honum náskyldir aðilar. Það þýðir ekki að ástæða sé til þess að saka Bjarna um aðkomu að málinu en það sýnir okkur öllum, og þá ekki síst Bjarna sem auðvitað vill ekki að almenningur haldi eitthvað misjafnt um sig, að slík viðskipti verða alltaf að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Á meðal þeirra sem hafa vakið máls á mikilvægi þess að sala eigna fari fram með gagnsæjum hætti er Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Annað sem kom fram í máli Ásgeirs Brynjars í viðtali í Speglinum á RÚV í gærkvöldi er ekki síður mikilvægt. En það er hvernig við sem samfélag ætlum að líta á banka og hvernig við viljum að bankastarfsemi þróist á komandi árum. Ásgeir Brynjar hefur reyndar áður bent á að þróunin í kjölfar bankahrunsins hér á landi virðist ekki vera með sama hætti og víða annars staðar í heiminum. Eftir hrun hefur þróunin víða verið sú hjá ríkisvaldinu að herða regluverkið og ekki síður að breyta viðhorfinu til eðlis bankastarfsemi. Að hætta að líta á banka sem ofurgróðafyrirtæki og líta frekar á þá sem eðlilegar fjármálaveitur fyrir bæði almenning sem og fyrirtæki sem skila þá eigendum skynsamlegum arði og ávöxtun fremur en ofurgróða. En á Íslandi hefur lítið breyst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til þess ofurgróða sem bankarnir virðast vera að skila eigendum sínum og ef rifjuð eru upp ummæli bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar í fréttaþættinum Eyjunni á Stöð 2 að hér ríki „blússandi góðæri“ þó svo það hafi nú komið flatt upp á almenning. Þetta blússandi góðæri er kannski að finna í efnahagsreikningum bankanna og þá fylgja kannski bónusgreiðslur bankastjórnenda með. En það er ekki blússandi góðæri í íslensku samfélagi á meðal íslensks almennings sem á þó bankann sem Steinþór er að vinna fyrir. Borgunarmálið verður rannsakað og það verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn. En við megum ekki láta þar staðar numið heldur þurfa íslensk stjórnvöld nú að láta þetta augljósa klúður sér að kenningu verða og endurhugsa fyrirkomulag bankaviðskipta á Íslandi. Þar þarf hver hugsun að miða að því að tryggja hagsmuni almennings, fólksins í landinu sem stjórnvöld vinna fyrir, umfram góðæri fjármálafyrirtækja.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun