Baddi er efnilegur en glímir við Bakkus Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. janúar 2016 09:30 Þórir Sæmundsson er spenntur fyrir að takast á við hlutverk Badda. Vísir/GVA Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira