Óskarinn: Fylgstu með tilnefningum í beinni á Vísi
Birgir Olgeirsson skrifar
Óskarinn er afar eftirsóttur í kvikmyndageiranum.Vísir/EPA
Óskarsakademían tilkynnir í dag hverjir fá tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár. Bein útsending frá viðburðinum hefst klukkan 13:30 og er hægt að fylgjast með honum hér á Vísi.
Leikstjórarnir GuillermodelToro og Ang Lee ásamt leikaranum John Krasinski og forseta Óskarsakademíunnar, CherylBoneIsaaces, munu opinbera þá sem hljóta tilnefningu.
Fyrstu flokkarnir sem eru kynntir eru fyrir bestu kvikmyndaklippinguna, besta frumsamda lagið fyrir kvikmynd, bestu teiknimyndina í fullri lengd, bestu teiknuðu stuttmyndina í fullri lengd, bestu stuttmyndina, bestu heimildamyndina, bestu tæknibrellurnar og fyrir bestu hljóðvinnsluna, svo dæmi séu tekin.
Þar á eftir eru tilkynntar tilnefningar til þeirra karla og kvenna sem þóttu standa sig best í aðal- og aukahlutverki, besti leikstjórinn, besta myndin, besta handritið, besta kvikmyndatakan svo dæmi séu tekin.
Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram í Dolby-höllinni í Hollywood sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi.