Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 13:43 Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. Vísir/Vilhelm Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira