Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 71-81 | Grindavík slapp fyrir horn og vann í framlengingu Gunnar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2016 20:15 Þorleifur Ólafsson skoraði 21 stig í kvöld. Vísir/Ernir Grindvíkingar voru undir þorra leiksins gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld og sluppu naumlega í framlengingu. Þegar þangað var komið var allur vindur úr Hattarliðinu og Grindvíkingar unnu 71-81. Eftir að hafa tapað öllum ellefu leikjum sínum fyrir áramót virðast Hattarmenn hafa nýtt jólafríið vel. Vörn liðsins er nokkuð þétt og sóknarleikurinn mun agaðri en áður. Grindvíkingar hafa hins vegar verið í andstreymi, tapað síðustu fimm deildarleikjum en tefldu fram nýjum Bandaríkjamanni, Charles Garcia. Hann var kaldur fyrstu mínúturnar og tók mikið af skotum utarlega úr teignum en hitti alls ekki. Eftir að hann var færður undir körfuna í sókninni líka tók hann að skora. Hattarmenn voru ekki heitir heldur og eftir átta mínútna leik 12-10 Hetti í vil. Þá jókst hraðinn og leikhlutinn endaði 20-17. Síðustu körfuna átti miðherjinn Benedikt Hjarðar og svo blokkaði Tobin Carberry Jón Axel Guðmundsson. Liðin spiluðu áfram fína vörn í öðrum leikhluta og þurftu að hafa mikið fyrir að fá almennileg skotfæri. Höttur hafði forustuna og var yfir í hálfleik 39-36. Leikurinn þróast eins í þriðja leikhluta og fyrir hlé. Varnirnar voru þéttar, einkum Hattarmegin og rétt fyrir lok leikhlutans náðu heimamenn mesta forskoti leiksins þegar þeir komust í 56-46. Lukkan var með þeim í síðustu körfu leikhlutans. Þriggja stiga skot geigaði en Mirko Virijevic náði boltanum og setti niður tveggja stiga körfu langt utan úr teig um leið og flautan gall til að tryggja Hetti 58-50. En þar með var lukkan úti, meðal annars því óveðursskýin hrönnuðust upp í formi villna. Jóhann Þór Ólafsson tók líka áhættu og hélt Charles Garcia á bekknum allan leikhlutann. Það reyndist rétt. Í fjarveru hans stigu Ómar Örn Sævarsson og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson upp og skoruðu mikilvægar körfur. Höttur lenti samt fyrst í alvöru vandræðum þegar Mirko fékk sína fimmtu villu, þá nýkominn aftur af bekknum þar sem hann var í stutta stund eftir að hafa fengið þá fjórðu. Þorleifur kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn í síðan í fyrsta leikhluta þegar 80 sekúndur voru eftir 65-66. Tobin svaraði strax með tveimur vítum og Hattarmenn unnu boltann í vörninni. Brotið var á Helga Birni Einarsson þegar 20 sekúndur voru eftir en hann virtist skjálfhentur og bæði víti hans geiguðu. Jón Axel Guðmundsson var yfirvegaðri hinu megin og setti tvö víti niður og kom Grindvíkingum yfir, 65-67 þegar 15 sekúndur voru eftir. Hattarmenn tóku leikhlé og settu upp í kerfi fyrir Tobin Carberry, sem var stífdekkaður í seinni hálfleik. Honum tókst að losa sig og koma boltanum ofan og Hattarmenn fögnuðu sem leikurinn væri unninn þegar 4,8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Grindvíkingar tóku leikhlé og voru snöggir að framkvæma eftir það. Boltinn fór undir körfuna á Jóhann Árna Ólafsson sem fékk villu og tvö skot. Fyrra vítið geigaði en það seinna fór ofan í. Með 2,1 sekúndu eftir á klukkunni negldu heimamenn boltanum langt fram á Sigmar Hákonarson sem náði að keyra upp að körfunni í skot en það geigaði og klukkan rann út. Í framlengingunni virtist allur þróttur úr Hattarmönnum. Helgi og Eysteinn fóru út af með fimm villur og sóknin var svo strand á sterki Grindavíkurvörn að þeir skoruðu aðeins eina körfu. Sigurinn fór því á Suðurnesin.Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins,Vísir/ErnirJóhann Þór: Við vorum heppnir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, sagði að heppnin hefði skilið á milli Hattar og Grindavíkur í kvöld. „Það var grís að við misstum þetta ekki niður í lokin. Þeir misstu sniðskot.“ Hann sagði að sitt lið hefði ekki verið með hugann við leikinn fyrstu þrjá leikhlutana. „Leikur okkar einkenndist af pirring og að við fókuseruðum á hluti sem við stjórnum ekki. Ég var hins vegar ánægður með okkur í fjórða leikhluta og framleningunni. Við sýndum þar styrk og karakter til að klára leikinn.“ Bandaríkjamaðurinn Charles Garcia lék sinn fyrsta deildarleik með Grindavík í kvöld og var geymdur á bekknum allan fjórða leikhlutann. „Hann var aðalmaðurinn í að fókusera á hluti sem við ráðum ekki við og pirra sig á hlutunum. Hann er líka nýkominn og sóknin því stirð með hann en það mun lagast. Ég ákvað því að geyma hann og stóð og féll með þeirri ákvörðun. Eigum við ekki að segja að þetta hafi virkað.“ Í staðinn stigu menn eins og Ómar Örn Sævarsson, Þorleifur Ólafsson og Ingvi Þór Guðmundsson upp. „Þeir voru frábærir. Þeir snéru þessu við fyrir okkur.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/AntonViðar Örn: Drullusúrt að klára ekki þennan leik Þrátt fyrir að hafa rétt misst af dýrmætum sigri á lokasekúndum venjulegs leiktíma var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, ekki ósáttur við leik síns liðs í kvöld. „Leikplanið gekk fínt. Grindavík er með hörku lið en við náðum að halda því niðri með hörku vörn enda var stigaskorið lágt. Við fengum síðasta skotið en það datt ekki og stundum er það svona. Það er drullusúrt að klára ekki þennan leik í dag því mér fannst við góðir. Auðvitað voru hnökrar í leik okkar en við erum að verða betri og betri. Leikurinn hefði getað dottið báðu megin en Grindavík var betri í framlengingunni.“ Villuvandræði reyndu líka á Hattarliðið sem spiluðu lokamínúturnar án miðherjans Mirko Virijevic. Tveir aðrir lykilleikmenn bættust við í framlengingunni. „Við vorum ekki 2 á 3 inni á vellinum en inn á komu leikmenn sem hafa kannski minni reynslu á stundum sem þessari. Í jafnri stöðu í lokin og í framlengingunni voru menn inn á sem í byrjun október höfðu aldrei spilað leik í efstu deild. Þetta fer hins vegar í reynslubankann fræga. Mér finnst við vera þróast í rétta átt og við höldum áfram að byggja ofan á það. Sigrarnir detta, það er engin spurning.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Grindvíkingar voru undir þorra leiksins gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld og sluppu naumlega í framlengingu. Þegar þangað var komið var allur vindur úr Hattarliðinu og Grindvíkingar unnu 71-81. Eftir að hafa tapað öllum ellefu leikjum sínum fyrir áramót virðast Hattarmenn hafa nýtt jólafríið vel. Vörn liðsins er nokkuð þétt og sóknarleikurinn mun agaðri en áður. Grindvíkingar hafa hins vegar verið í andstreymi, tapað síðustu fimm deildarleikjum en tefldu fram nýjum Bandaríkjamanni, Charles Garcia. Hann var kaldur fyrstu mínúturnar og tók mikið af skotum utarlega úr teignum en hitti alls ekki. Eftir að hann var færður undir körfuna í sókninni líka tók hann að skora. Hattarmenn voru ekki heitir heldur og eftir átta mínútna leik 12-10 Hetti í vil. Þá jókst hraðinn og leikhlutinn endaði 20-17. Síðustu körfuna átti miðherjinn Benedikt Hjarðar og svo blokkaði Tobin Carberry Jón Axel Guðmundsson. Liðin spiluðu áfram fína vörn í öðrum leikhluta og þurftu að hafa mikið fyrir að fá almennileg skotfæri. Höttur hafði forustuna og var yfir í hálfleik 39-36. Leikurinn þróast eins í þriðja leikhluta og fyrir hlé. Varnirnar voru þéttar, einkum Hattarmegin og rétt fyrir lok leikhlutans náðu heimamenn mesta forskoti leiksins þegar þeir komust í 56-46. Lukkan var með þeim í síðustu körfu leikhlutans. Þriggja stiga skot geigaði en Mirko Virijevic náði boltanum og setti niður tveggja stiga körfu langt utan úr teig um leið og flautan gall til að tryggja Hetti 58-50. En þar með var lukkan úti, meðal annars því óveðursskýin hrönnuðust upp í formi villna. Jóhann Þór Ólafsson tók líka áhættu og hélt Charles Garcia á bekknum allan leikhlutann. Það reyndist rétt. Í fjarveru hans stigu Ómar Örn Sævarsson og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson upp og skoruðu mikilvægar körfur. Höttur lenti samt fyrst í alvöru vandræðum þegar Mirko fékk sína fimmtu villu, þá nýkominn aftur af bekknum þar sem hann var í stutta stund eftir að hafa fengið þá fjórðu. Þorleifur kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn í síðan í fyrsta leikhluta þegar 80 sekúndur voru eftir 65-66. Tobin svaraði strax með tveimur vítum og Hattarmenn unnu boltann í vörninni. Brotið var á Helga Birni Einarsson þegar 20 sekúndur voru eftir en hann virtist skjálfhentur og bæði víti hans geiguðu. Jón Axel Guðmundsson var yfirvegaðri hinu megin og setti tvö víti niður og kom Grindvíkingum yfir, 65-67 þegar 15 sekúndur voru eftir. Hattarmenn tóku leikhlé og settu upp í kerfi fyrir Tobin Carberry, sem var stífdekkaður í seinni hálfleik. Honum tókst að losa sig og koma boltanum ofan og Hattarmenn fögnuðu sem leikurinn væri unninn þegar 4,8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Grindvíkingar tóku leikhlé og voru snöggir að framkvæma eftir það. Boltinn fór undir körfuna á Jóhann Árna Ólafsson sem fékk villu og tvö skot. Fyrra vítið geigaði en það seinna fór ofan í. Með 2,1 sekúndu eftir á klukkunni negldu heimamenn boltanum langt fram á Sigmar Hákonarson sem náði að keyra upp að körfunni í skot en það geigaði og klukkan rann út. Í framlengingunni virtist allur þróttur úr Hattarmönnum. Helgi og Eysteinn fóru út af með fimm villur og sóknin var svo strand á sterki Grindavíkurvörn að þeir skoruðu aðeins eina körfu. Sigurinn fór því á Suðurnesin.Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins,Vísir/ErnirJóhann Þór: Við vorum heppnir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, sagði að heppnin hefði skilið á milli Hattar og Grindavíkur í kvöld. „Það var grís að við misstum þetta ekki niður í lokin. Þeir misstu sniðskot.“ Hann sagði að sitt lið hefði ekki verið með hugann við leikinn fyrstu þrjá leikhlutana. „Leikur okkar einkenndist af pirring og að við fókuseruðum á hluti sem við stjórnum ekki. Ég var hins vegar ánægður með okkur í fjórða leikhluta og framleningunni. Við sýndum þar styrk og karakter til að klára leikinn.“ Bandaríkjamaðurinn Charles Garcia lék sinn fyrsta deildarleik með Grindavík í kvöld og var geymdur á bekknum allan fjórða leikhlutann. „Hann var aðalmaðurinn í að fókusera á hluti sem við ráðum ekki við og pirra sig á hlutunum. Hann er líka nýkominn og sóknin því stirð með hann en það mun lagast. Ég ákvað því að geyma hann og stóð og féll með þeirri ákvörðun. Eigum við ekki að segja að þetta hafi virkað.“ Í staðinn stigu menn eins og Ómar Örn Sævarsson, Þorleifur Ólafsson og Ingvi Þór Guðmundsson upp. „Þeir voru frábærir. Þeir snéru þessu við fyrir okkur.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/AntonViðar Örn: Drullusúrt að klára ekki þennan leik Þrátt fyrir að hafa rétt misst af dýrmætum sigri á lokasekúndum venjulegs leiktíma var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, ekki ósáttur við leik síns liðs í kvöld. „Leikplanið gekk fínt. Grindavík er með hörku lið en við náðum að halda því niðri með hörku vörn enda var stigaskorið lágt. Við fengum síðasta skotið en það datt ekki og stundum er það svona. Það er drullusúrt að klára ekki þennan leik í dag því mér fannst við góðir. Auðvitað voru hnökrar í leik okkar en við erum að verða betri og betri. Leikurinn hefði getað dottið báðu megin en Grindavík var betri í framlengingunni.“ Villuvandræði reyndu líka á Hattarliðið sem spiluðu lokamínúturnar án miðherjans Mirko Virijevic. Tveir aðrir lykilleikmenn bættust við í framlengingunni. „Við vorum ekki 2 á 3 inni á vellinum en inn á komu leikmenn sem hafa kannski minni reynslu á stundum sem þessari. Í jafnri stöðu í lokin og í framlengingunni voru menn inn á sem í byrjun október höfðu aldrei spilað leik í efstu deild. Þetta fer hins vegar í reynslubankann fræga. Mér finnst við vera þróast í rétta átt og við höldum áfram að byggja ofan á það. Sigrarnir detta, það er engin spurning.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli