Svissnesk yfirvöld krefja flóttamenn um peninga til að dekka kostnað við þá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 11:49 Börn á flótta fá mat á landamærum Serbíu og Króatíu. vísir/getty Flóttamenn sem koma til Sviss þurfa að láta yfirvöld þar í landi hafa þær eigur sínar sem eru meira virði en 1000 svissneskir frankar, eða um 128 þúsund krónur, en peningurinn fer í uppihald flóttamanna en greint var frá málinu í svissneskum fjölmiðlum í gær. Frumvarp sem felur í sér svipaða eignaupptöku yfirvalda liggur fyrir danska þinginu en það hefur verið mikið verið gagnrýnt, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum. Svissneskur fréttaskýringaþáttur sýndi í gær kvittun frá sýrlenskum flóttamanni sem kom til Sviss en fjallað er um málið á vef Guardian. Kvittunina fékk hann þegar hann kom til landsins en hann sagðist hafa þurfti að láta svissnesk yfirvöld hafa meira en helminginn af peningunum sem hann átti eftir þegar hann hafði borgað bröskurum fyrir farið til Sviss. Þá var einnig sýnt upplýsingablað fyrir flóttamenn þar sem kemur fram að eignir yfir 1000 frönkum verði gerðar upptækar og viðkomandi fái kvittun fyrir því. Stefan Frey sem starfar fyrir samtök í Sviss sem aðstoða flóttamenn sagði að þessu þyrfti að breyta. Flóttafólki væri ekki sýnd virðing með svona aðgerðum. Yfirvöld í Sviss telja þetta hins vegar nauðsynlegt svo hægt sé að dekka kostnað sem fylgir þjónustu við flóttamenn. „Ef viðkomandi fer sjálfviljugur innan sjö mánaða getur hann fengið peninginn til baka. Annars er þetta fyrir tilfallandi kostnaði hins opinbera vegna hans,“ sagði talsmaður ráðuneytis innflytjendamála í Sviss. Flóttamenn Tengdar fréttir Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30 Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35 Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Flóttamenn sem koma til Sviss þurfa að láta yfirvöld þar í landi hafa þær eigur sínar sem eru meira virði en 1000 svissneskir frankar, eða um 128 þúsund krónur, en peningurinn fer í uppihald flóttamanna en greint var frá málinu í svissneskum fjölmiðlum í gær. Frumvarp sem felur í sér svipaða eignaupptöku yfirvalda liggur fyrir danska þinginu en það hefur verið mikið verið gagnrýnt, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum. Svissneskur fréttaskýringaþáttur sýndi í gær kvittun frá sýrlenskum flóttamanni sem kom til Sviss en fjallað er um málið á vef Guardian. Kvittunina fékk hann þegar hann kom til landsins en hann sagðist hafa þurfti að láta svissnesk yfirvöld hafa meira en helminginn af peningunum sem hann átti eftir þegar hann hafði borgað bröskurum fyrir farið til Sviss. Þá var einnig sýnt upplýsingablað fyrir flóttamenn þar sem kemur fram að eignir yfir 1000 frönkum verði gerðar upptækar og viðkomandi fái kvittun fyrir því. Stefan Frey sem starfar fyrir samtök í Sviss sem aðstoða flóttamenn sagði að þessu þyrfti að breyta. Flóttafólki væri ekki sýnd virðing með svona aðgerðum. Yfirvöld í Sviss telja þetta hins vegar nauðsynlegt svo hægt sé að dekka kostnað sem fylgir þjónustu við flóttamenn. „Ef viðkomandi fer sjálfviljugur innan sjö mánaða getur hann fengið peninginn til baka. Annars er þetta fyrir tilfallandi kostnaði hins opinbera vegna hans,“ sagði talsmaður ráðuneytis innflytjendamála í Sviss.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30 Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35 Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30
Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34
Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35
Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30
Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15