Umfjöllun: S.A. furstadæmin - Ísland 2-1 | Dapurt í Dúbaí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2016 16:30 Viðar Örn Kjartansson kom Íslandi yfir með sínu fyrsta landsliðsmarki. Vísir/Getty Ísland beið lægri hlut, 2-1, fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vináttulandsleik í Dúbaí í dag. Þetta var annar vináttulandsleikur Íslands í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni en á miðvikudaginn vann íslenska liðið 1-0 sigur á Finnlandi í Abú Dabí. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn í dag vel og komust yfir á 14. mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. En Íslandi mistókst að fylgja þessari góðu byrjun eftir og heimamenn tóku leikinn í sínar hendur og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Eins og áður sagði byrjaði íslenska liðið leikinn vel og strax á 3. mínútu skallaði Viðar Örn boltann í slána eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar. Hinn bakvörðurinn, Andrés Már Jóhannesson, lét svo að sér kveða 11 mínútum síðar þegar hann gaf boltann á Elías Má Ómarsson, fékk hann aftur og átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Viðari sem skallaði boltann framhjá Majed Nader í marki heimamanna. Vel gert hjá Andrési og Viðari en sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta A-landsleik í dag. Íslensku strákunum tókst engan veginn að fylgja markinu eftir og heimamenn tóku öll völd á vellinum. Omar Abdulrahman stjórnaði umferðinni á miðjunni og smám saman fór íslenska vörnin að opnast. Ali Mabkhout komst einn í gegn en skaut framhjá, Amer Abdulrahman skallaði beint á Ingvar Jónsson úr upplögðu færi og svo átti Ahmed Khalil þrumuskot í slá íslenska marksins beint úr aukaspyrnu. Allt þetta gerðist á fjögurra mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Á 25. mínútu bar pressa Furstadæmanna loks árangur þegar Ismail Al Hammadi slapp einn í gegnum illa skipulagða vörn Íslands eftir frábæra sendingu Omars Abdulrahman. Al Hammandi tók vel á móti boltanum, fór framhjá Ingvari og skoraði í autt markið. Leikurinn róaðist nokkuð eftir jöfnunarmarkið en heimamenn voru áfram sterkari aðilinn og voru með öll völd á miðjunni þar sem þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Emil Pálsson áttu erfitt uppdráttar. Heimamenn fengu gott tækifæri til að ná forystunni á 33. mínútu en Khalil skallaði framhjá úr upplögðu færi eftir flotta sókn Furstadæmanna. Staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja en íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og strax á 2. mínútu seinni hálfleiks fékk Elías Már dauðafæri eftir góðan undirbúnings Eiðs Smára Guðjohnsen en Keflvíkingurinn ungi skaut framhjá. Íslenska liðinu hefndist fyrir þetta því á 49. mínútu kom Mabkhout Furstadæmunum yfir með góðu skoti á lofti eftir aukaspyrnu Omars Abdulrahmans og misheppnaða hreinsun Kristins. Þetta var 34. mark Mabkhout í aðeins 44 landsleikjum en þessi hættulegi framherji spilaði vel í dag og gerði íslensku vörninni lífið leitt. Eftir markið léku heimamenn sama leik og í fyrri hálfleik, héldu boltanum vel og stjórnuðu leiknum algjörlega. Á meðan gekk íslenska liðinu illa að halda boltanum og tapaði honum alltof fljótt. Heimamenn sköpuðu sér ekki mörg færi í seinni hálfleik en voru samt líklegri til að skora en Ísland. Besta færið fékk áðurnefndur Mabkhout sem slapp í gegnum íslensku vörnina á 70. mínútu en Ingvar varði vel. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson gerðu sex skiptingar í seinni hálfleik en þær breyttu litlu. Heimamenn voru áfram með yfirhöndina og íslenska liðið var ekki líklegt til að jafna metin. Fleiri urðu mörkin ekki og Furstadæmin fögnuðu sanngjörnum sigri, þeim fyrsta á Íslandi í þriðju tilraun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira
Ísland beið lægri hlut, 2-1, fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vináttulandsleik í Dúbaí í dag. Þetta var annar vináttulandsleikur Íslands í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni en á miðvikudaginn vann íslenska liðið 1-0 sigur á Finnlandi í Abú Dabí. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn í dag vel og komust yfir á 14. mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. En Íslandi mistókst að fylgja þessari góðu byrjun eftir og heimamenn tóku leikinn í sínar hendur og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Eins og áður sagði byrjaði íslenska liðið leikinn vel og strax á 3. mínútu skallaði Viðar Örn boltann í slána eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar. Hinn bakvörðurinn, Andrés Már Jóhannesson, lét svo að sér kveða 11 mínútum síðar þegar hann gaf boltann á Elías Má Ómarsson, fékk hann aftur og átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Viðari sem skallaði boltann framhjá Majed Nader í marki heimamanna. Vel gert hjá Andrési og Viðari en sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta A-landsleik í dag. Íslensku strákunum tókst engan veginn að fylgja markinu eftir og heimamenn tóku öll völd á vellinum. Omar Abdulrahman stjórnaði umferðinni á miðjunni og smám saman fór íslenska vörnin að opnast. Ali Mabkhout komst einn í gegn en skaut framhjá, Amer Abdulrahman skallaði beint á Ingvar Jónsson úr upplögðu færi og svo átti Ahmed Khalil þrumuskot í slá íslenska marksins beint úr aukaspyrnu. Allt þetta gerðist á fjögurra mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Á 25. mínútu bar pressa Furstadæmanna loks árangur þegar Ismail Al Hammadi slapp einn í gegnum illa skipulagða vörn Íslands eftir frábæra sendingu Omars Abdulrahman. Al Hammandi tók vel á móti boltanum, fór framhjá Ingvari og skoraði í autt markið. Leikurinn róaðist nokkuð eftir jöfnunarmarkið en heimamenn voru áfram sterkari aðilinn og voru með öll völd á miðjunni þar sem þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Emil Pálsson áttu erfitt uppdráttar. Heimamenn fengu gott tækifæri til að ná forystunni á 33. mínútu en Khalil skallaði framhjá úr upplögðu færi eftir flotta sókn Furstadæmanna. Staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja en íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og strax á 2. mínútu seinni hálfleiks fékk Elías Már dauðafæri eftir góðan undirbúnings Eiðs Smára Guðjohnsen en Keflvíkingurinn ungi skaut framhjá. Íslenska liðinu hefndist fyrir þetta því á 49. mínútu kom Mabkhout Furstadæmunum yfir með góðu skoti á lofti eftir aukaspyrnu Omars Abdulrahmans og misheppnaða hreinsun Kristins. Þetta var 34. mark Mabkhout í aðeins 44 landsleikjum en þessi hættulegi framherji spilaði vel í dag og gerði íslensku vörninni lífið leitt. Eftir markið léku heimamenn sama leik og í fyrri hálfleik, héldu boltanum vel og stjórnuðu leiknum algjörlega. Á meðan gekk íslenska liðinu illa að halda boltanum og tapaði honum alltof fljótt. Heimamenn sköpuðu sér ekki mörg færi í seinni hálfleik en voru samt líklegri til að skora en Ísland. Besta færið fékk áðurnefndur Mabkhout sem slapp í gegnum íslensku vörnina á 70. mínútu en Ingvar varði vel. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson gerðu sex skiptingar í seinni hálfleik en þær breyttu litlu. Heimamenn voru áfram með yfirhöndina og íslenska liðið var ekki líklegt til að jafna metin. Fleiri urðu mörkin ekki og Furstadæmin fögnuðu sanngjörnum sigri, þeim fyrsta á Íslandi í þriðju tilraun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira