Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 09:15 Nadal gengur hér niðurlútur af velli. Vísir/Getty Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign. Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign.
Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira