Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 09:15 Nadal gengur hér niðurlútur af velli. Vísir/Getty Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign. Tennis Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign.
Tennis Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira