Hugsjónir samvinnu- hreyfingarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2016 09:45 "Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann,“ segir Helgi Skúli. Vísir/Ernir „Það sem ég ætla aðallega að tala um er staða samvinnuhreyfingarinnar meðal fjöldahreyfinga í íslensku þjóðfélagi á 20. öld. Ég velti fyrir mér að hve miklu leyti sú viðurkennda hugsjón að starf hennar væri í þágu heildarinnar og framtíðarinnar, hafi verið mótunarafl hennar,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um fyrirlestur sinn í hádeginu í dag í Þjóðminjasafninu. Er það ekki eðli fjöldahreyfinga að starfa samkvæmt einhverri hugsjón? „Sumar hreyfingar snúast bara um hagsmuni þeirra sem í hlut eiga en oft eru þær samspil hagsmuna og hugsjóna. Samvinnuhreyfingin átti, rétt eins og verkalýðshreyfingin, að gæta ákveðinna hagsmuna. Þó starfaði hún ekki bara til að efla eigin hag heldur vegna sannfæringarinnar um að það væri samfélaginu öllu til góðs. Það er ekki sjálfsagt.“ Ætlar þú líka að fjalla um hnignunarskeið samvinnuhreyfingarinnar og gefa skýringar á því? „Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann. Það sem ég segi um samvinnuhreyfinguna nú geri ég að miklu leyti út frá hnignuninni þó ég dvelji ekki mikið við hana. Ég fjalla meira um fyrri tímabil og hvernig þau voru í sínum samtíma, það hjálpar okkur til að skilja betur hvað gerðist.“ Hvað gerðist? Ein af mörgum samverkandi skýringum á hnignuninni er sú að samvinnuhugsjónin batt hreyfingunni ákveðna bagga sem gerðu henni erfitt fyrir að mæta breyttum aðstæðum. Þar var samhjálparskylda svo erfitt var fyrir hana að takmarka umsvifin og láta þá starfsemi rúlla sem bar sig ekki lengur. Sú skýring tengist mest umræðuefni mínu í dag.“ Með erindi sínu ríður Helgi Skúli á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2016 sem er helguð félagshreyfingum. Fyrirlestur hans, Samvinnuhreyfing og samvinnuhugsjón, hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Kringum 1980 vann hann að rannsókn á sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og hann er aðalhöfundur ritgerðasafnsins Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands sem út kom árið 2003. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það sem ég ætla aðallega að tala um er staða samvinnuhreyfingarinnar meðal fjöldahreyfinga í íslensku þjóðfélagi á 20. öld. Ég velti fyrir mér að hve miklu leyti sú viðurkennda hugsjón að starf hennar væri í þágu heildarinnar og framtíðarinnar, hafi verið mótunarafl hennar,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um fyrirlestur sinn í hádeginu í dag í Þjóðminjasafninu. Er það ekki eðli fjöldahreyfinga að starfa samkvæmt einhverri hugsjón? „Sumar hreyfingar snúast bara um hagsmuni þeirra sem í hlut eiga en oft eru þær samspil hagsmuna og hugsjóna. Samvinnuhreyfingin átti, rétt eins og verkalýðshreyfingin, að gæta ákveðinna hagsmuna. Þó starfaði hún ekki bara til að efla eigin hag heldur vegna sannfæringarinnar um að það væri samfélaginu öllu til góðs. Það er ekki sjálfsagt.“ Ætlar þú líka að fjalla um hnignunarskeið samvinnuhreyfingarinnar og gefa skýringar á því? „Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann. Það sem ég segi um samvinnuhreyfinguna nú geri ég að miklu leyti út frá hnignuninni þó ég dvelji ekki mikið við hana. Ég fjalla meira um fyrri tímabil og hvernig þau voru í sínum samtíma, það hjálpar okkur til að skilja betur hvað gerðist.“ Hvað gerðist? Ein af mörgum samverkandi skýringum á hnignuninni er sú að samvinnuhugsjónin batt hreyfingunni ákveðna bagga sem gerðu henni erfitt fyrir að mæta breyttum aðstæðum. Þar var samhjálparskylda svo erfitt var fyrir hana að takmarka umsvifin og láta þá starfsemi rúlla sem bar sig ekki lengur. Sú skýring tengist mest umræðuefni mínu í dag.“ Með erindi sínu ríður Helgi Skúli á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2016 sem er helguð félagshreyfingum. Fyrirlestur hans, Samvinnuhreyfing og samvinnuhugsjón, hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Kringum 1980 vann hann að rannsókn á sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og hann er aðalhöfundur ritgerðasafnsins Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands sem út kom árið 2003.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira