Ruslakjaftur Ívars Websters lykillinn að 100 stiga leik Danny Shouse Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 11:45 Danny Shouse Mynd/Myndasafn Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér. Dominos-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn