Innlent

Flugeldarnir heilluðu ferðamenn: „Bestu áramót sem ég hef upplifað“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Dýrð flugeldanna yfir höfuðborginni á miðnætti heillaði þá fjölmörgu erlendu ferðamenn sem staddir voru á Íslandi um áramótin. Sumir voru á því að þetta væri besta gamlárskvöld sem þeir höfðu upplifað.

Landsmenn fögnuðu áramótunum um allt land í gærkvöldi og nótt. Fjöldi fólks lagði leið sína á áramótabrennur þar sem stjörnuljós voru tendruð og söngurinn ómaði. Brennan við Ægissíðu dregur jafnan marga að, þar á meðal erlenda ferðamenn. Sumir þeirra komu sérstaklega til landsins til að fagna nýju ári og kveðja það gamla.

Þegar klukkan stóð tólf höfðu margir þeirra tekið sér stöðu við Perluna og störðu heillaðir í átt til himins þegar flugeldum var skotið á loft í þúsunda tali.

„Þetta er dásamlegt. Maður fær bara að sjá svona mikið af flugeldum á Íslandi,“ sagði ein sem tökulið Stöðvar tvö náði tali af við Perluna.

„Mér líður eins og ég sé í miðju alheimsins,“ sagði önnur.

Spjall við ferðamennina, sem og ekta austurrískan vals, má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×