
Ótvíræður skúrkur ársins 2015
Síðustu daga höfum við keppst við að heiðra þá sem létu gott af sér leiða á liðnu ári, sköruðu fram úr eða vöktu almenna aðdáun. Því miður voru þeir þó jafnmargir sem teljast mega skúrkar ársins. Margir eru kallaðir. Einn skarar þó fram úr en sá lét illgirni sína – eða heimsku – skína allt fram á síðasta dag ársins.
Að gera, lifa og upplifa
„Það kemur enginn bíll að ná í mig,“ sagði hún í símann. Klukkan var þrjú á aðfangadag. Það voru þrír tímar í að hún átti að mæta í jólaboðið.
„Nú,“ sagði gestgjafinn hinum megin á línunni. „Kemstu þá ekki?“
Í raun var svarið nei. En sumir láta hvorki lífið, veðrið né mannvonsku opinberrar þjónustu stoppa sig. „Jú, jú, ég kem.“
Ónefnd kjarnakona mér tengd lenti í slysi fyrir þremur árum og lamaðist illa. Hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Fyrir slysið var hún á stöðugum þeytingi – að gera, lifa og upplifa. Ótrúlegt en satt hefur það lítið breyst. Þrátt fyrir að vera bundin við stóran rafmagnshjólastól þeysist hún um bæinn, sinnir vinnu, sækir menningarviðburði og heimsækir fjölskyldu og vini. En til að komast leiðar sinnar þarf hún því miður að reiða sig á „skúrk ársins“.
Gleymdist í bílnum
Árið 2015 byrjaði ekki vel hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Eftir að Strætó bs. var falin umsjón með Ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu var eins og notendur hennar hefðu sogast inn í þátt af Klaufabárðunum. Ferðalangar voru sóttir seint og illa og stundum alls ekki. En ekki nóg með það:
- Í janúar hugðust tveir fjölfatlaðir bræður fara í mat til foreldra sinna. Bílstjóri Ferðaþjónustunnar vildi hins vegar bara aka öðrum þeirra til veislunnar.
- Í febrúar týndist átján ára þroskaskert stúlka. Fannst hún loks í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum.
- Í haust var níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili sitt í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Og svo mætti lengi telja.
Aulaháttur eða illska
En aftur að kjarnakonunni í hjólastólnum. Í ljós kemur að fatlaðir eiga ekki að halda jól á sama tíma og við hin. Ferðaþjónusta fatlaðra hættir nefnilega akstri klukkan þrjú á aðfangadag. Mín lét það þó ekki stöðva sig. Hún klæddi sig í fjögur lög af útivistarfatnaði.
Þvínæst hélt hún út í kuldann og ók á stólnum sínum eftir illfærum gangstéttum og akbrautum þegar ekki var kostur á öðru. Var hún mætt í jólaboðið á tilsettum tíma.
Seint verður sagt að við sem samfélag dekrum við þá sem þurfa aðstoðar við. Aðgengi fyrir fatlaða er víða bágborið. Grunnbætur öryrkja eru langt frá mannsæmandi launum. Þótt flestar stéttir á vinnumarkaði hafi fengið afturvirkar launahækkanir á árinu, meðal annars ráðamenn þjóðarinnar, þótti ekki þörf á að láta slíkt hið sama gilda um bætur til öryrkja og lífeyrisþega.
Rétt er að láta Ferðaþjónustu fatlaðra njóta vafans. Líklega skýrist bágborin þjónustan af aulahætti fremur en illsku; hún á meira skylt við Klaufabárðana en Svarthöfða. En það breytir því ekki: Að hætta akstri klukkan þrjú á aðfangadag – og gamlársdag – og útiloka þannig frá fjölskyldusamkomum þá sem ekki komast milli húsa með hefðbundnum hætti er ómannúðlegt. Það eru ekki allir sem treysta sér til að brjótast gegnum snjóskaflana á hjólastól í fjórum lögum af útivistarfatnaði.
Skoðun

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar