70 ár frá fyrstu bjöllunni Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 11:06 Ein af fyrstu bjöllunum ekið frá verksmiðjunni í Wolfsburg. Autoblog Síðasta vika markar tímamót í bílasögunni þar sem þann 1. janúar árið 1946 rann fyrsta bjallan af færiböndum Volkswagen í Wolfsburg og því 70 ára síðan. Verksmiðjan þar sem bjallan var framleidd var á þeim tíma af fullkomnustu gerð og hafði verið reist áður en að seinni heimstyrjöldinni kom, en hún var svo til eyðilögð af herjum bandamanna í stríðinu, enda hafði henni verið breytt til smíði hertóla. Verksmiðjan var svo endurbyggð í kjölfar stríðsins að undirlagi breska majorsins Ivan Hirst með hjálp breska hersins og framleiðsla hófst svo fyrsta dag ársins 1946. Framleiðslan var lítil í upphafi en tók síðan mikinn kipp árið 1948 og var bjallan svo framleidd ósleitið til ársins 2003, en þá var síðustu bjöllunni rúllað út úr verksmiðju í Mexíkó sem framleiddi bjölluna í því formi sem heimsbyggðin þekkti hana best. Það ár var reyndar búið að kynna New Beetle, arftaka þeirrar gömlu. Verksmiðjan í Wolfsburg varð síðan að stærstu bílaverksmiðju Evrópu og er hún að flatarmáli stærri en Mónakó. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Síðasta vika markar tímamót í bílasögunni þar sem þann 1. janúar árið 1946 rann fyrsta bjallan af færiböndum Volkswagen í Wolfsburg og því 70 ára síðan. Verksmiðjan þar sem bjallan var framleidd var á þeim tíma af fullkomnustu gerð og hafði verið reist áður en að seinni heimstyrjöldinni kom, en hún var svo til eyðilögð af herjum bandamanna í stríðinu, enda hafði henni verið breytt til smíði hertóla. Verksmiðjan var svo endurbyggð í kjölfar stríðsins að undirlagi breska majorsins Ivan Hirst með hjálp breska hersins og framleiðsla hófst svo fyrsta dag ársins 1946. Framleiðslan var lítil í upphafi en tók síðan mikinn kipp árið 1948 og var bjallan svo framleidd ósleitið til ársins 2003, en þá var síðustu bjöllunni rúllað út úr verksmiðju í Mexíkó sem framleiddi bjölluna í því formi sem heimsbyggðin þekkti hana best. Það ár var reyndar búið að kynna New Beetle, arftaka þeirrar gömlu. Verksmiðjan í Wolfsburg varð síðan að stærstu bílaverksmiðju Evrópu og er hún að flatarmáli stærri en Mónakó.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent