Kjaftfullar rútur af ferðamönnum bruna á brennurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2016 10:00 Rúturnar mættar á brennuna í Kópavoginum. Vísir/Pjetur Afar mikil aukning var á milli ára í sölu á brennu- og flugeldaferðum fyrir erlenda ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna. Ólafur Ólafsson, sölustjóri hjá Guide To Iceland sem tekur á móti ferðamönnum neðarlega á Laugaveginum, segir að stappað hafi verið fram úr dyrum dagana fram að áramótum.Á annað eða þriðja þúsund ferðamanna sóttu brennur landsins heim á gamlárskvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson„Fólk vildi vita hverjar væru bestu brennurnar, hvar ætti að kaupa flugelda og þar fram eftir götunum,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hvort fólki kaupi ferðir í gegnum Guide To Iceland eða notist einfaldlega við ráðin og skipuleggi kvöldið sjálft. „Svo til öll hótel voru uppbókuð yfir áramótin og í raun erfitt að finna hvað sem er. Það er klárlega aukning á milli ára en bara spurning hve mikil hún er,“ segir Ólafur. Leiðsögumenn hafi verið uppbókaðir yfir áramótin og hreinlega brjálað að gera.Rúturnar eiga ekki í neinum vandræðum með aðkomuna því nóg er af bílastæðum í nágrenni brennunnar.Mynd/Björn Elvar SigmarssonNokkur þúsund í skipulögðum brennuferðum Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline, tekur undir með Ólafi að klárlega sé um aukningu að ræða á fjölda ferðamanna á milli ára. Á milli 600 og 700 ferðamenn hafi bókað sig í ferð hjá Grayline á gamlárskvöld, langflestir í fyrrnefnda fimm tíma ferð sem kosti tíu þúsund krónur. Önnur fyrirtæki, svo sem Sterna og Reykjavík Excursions, bjóða upp á svipaðar ferðir. Því er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi ferðamanna í skipulögðum brennuferðum hafi verið á annað eða þriðja þúsund. Einnig var boðið upp á stakar brennuferðir og stakar flugeldaferðir. Þær hafi þó verið töluvert fámennari en fimm tíma ferðin. Líklega sé aukningin á milli ára 60-70 prósent í gamlársferðirnar. Grayline fer með sitt fólk á brennu sem Breiðablik stendur fyrir í Kópavogi. Þar er aðkoman til fyrirmyndar að sögn Þóris og skipuleggjendur gera hvað þeir geti að greiða götu gesta sinna.Að neðan má sjá flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við brennuna á gamlárskvöld. Björn Elvar Sigmarsson tók upp myndbandið.Námsmenn frá Asíu fjölmenna til Íslands Þórir segir það ekki koma á óvart að fólk sæki í auknum mæli í ferðir til Íslands á þessum árstíma. „Hingað er auðvelt að komast á þessum tíma, það eru góð tilboð í gangi og eitthvað um að vera. Fullt af fyrirtækjum bjóða upp á snjósleðaferðir, hellaferðir og fleira,“ segir Þórir. Hann merki mikla aukningu í fjölda ferðamanna frá Asíu.Frá brennunni í Kópavogi þangað sem Grayline fer með ferðamenn.Mynd/Björn Elvar Sigmarsson„Sérstaklega hjá þeim sem eru í skólafríum í Evrópu. Þau vilja í auknum mæli frekar koma til Íslands í fimm daga en að fljúga heim til Kína eða Hong Kong.“ Þórir segir fleiri hótel og veitingastaði hafa verið opna um áramót í ár en undanfarin ár. Erfiðara sé hins vegar um vik í kringum jólin og þar hjálpi íslensk löggjöf ekki til. „Tæknilega séð er það lögbrot að þjónusta ferðamenn með mat á aðfangadagskvöld. Þetta hefur gleymst í umræðunni,“ segir Þórir en allt sé þó á uppleið.Þessi skemmtu sér vel á brennu á gamlárskvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonFyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.Vísir/Egill Aðalsteinsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira
Afar mikil aukning var á milli ára í sölu á brennu- og flugeldaferðum fyrir erlenda ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna. Ólafur Ólafsson, sölustjóri hjá Guide To Iceland sem tekur á móti ferðamönnum neðarlega á Laugaveginum, segir að stappað hafi verið fram úr dyrum dagana fram að áramótum.Á annað eða þriðja þúsund ferðamanna sóttu brennur landsins heim á gamlárskvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson„Fólk vildi vita hverjar væru bestu brennurnar, hvar ætti að kaupa flugelda og þar fram eftir götunum,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hvort fólki kaupi ferðir í gegnum Guide To Iceland eða notist einfaldlega við ráðin og skipuleggi kvöldið sjálft. „Svo til öll hótel voru uppbókuð yfir áramótin og í raun erfitt að finna hvað sem er. Það er klárlega aukning á milli ára en bara spurning hve mikil hún er,“ segir Ólafur. Leiðsögumenn hafi verið uppbókaðir yfir áramótin og hreinlega brjálað að gera.Rúturnar eiga ekki í neinum vandræðum með aðkomuna því nóg er af bílastæðum í nágrenni brennunnar.Mynd/Björn Elvar SigmarssonNokkur þúsund í skipulögðum brennuferðum Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline, tekur undir með Ólafi að klárlega sé um aukningu að ræða á fjölda ferðamanna á milli ára. Á milli 600 og 700 ferðamenn hafi bókað sig í ferð hjá Grayline á gamlárskvöld, langflestir í fyrrnefnda fimm tíma ferð sem kosti tíu þúsund krónur. Önnur fyrirtæki, svo sem Sterna og Reykjavík Excursions, bjóða upp á svipaðar ferðir. Því er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi ferðamanna í skipulögðum brennuferðum hafi verið á annað eða þriðja þúsund. Einnig var boðið upp á stakar brennuferðir og stakar flugeldaferðir. Þær hafi þó verið töluvert fámennari en fimm tíma ferðin. Líklega sé aukningin á milli ára 60-70 prósent í gamlársferðirnar. Grayline fer með sitt fólk á brennu sem Breiðablik stendur fyrir í Kópavogi. Þar er aðkoman til fyrirmyndar að sögn Þóris og skipuleggjendur gera hvað þeir geti að greiða götu gesta sinna.Að neðan má sjá flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við brennuna á gamlárskvöld. Björn Elvar Sigmarsson tók upp myndbandið.Námsmenn frá Asíu fjölmenna til Íslands Þórir segir það ekki koma á óvart að fólk sæki í auknum mæli í ferðir til Íslands á þessum árstíma. „Hingað er auðvelt að komast á þessum tíma, það eru góð tilboð í gangi og eitthvað um að vera. Fullt af fyrirtækjum bjóða upp á snjósleðaferðir, hellaferðir og fleira,“ segir Þórir. Hann merki mikla aukningu í fjölda ferðamanna frá Asíu.Frá brennunni í Kópavogi þangað sem Grayline fer með ferðamenn.Mynd/Björn Elvar Sigmarsson„Sérstaklega hjá þeim sem eru í skólafríum í Evrópu. Þau vilja í auknum mæli frekar koma til Íslands í fimm daga en að fljúga heim til Kína eða Hong Kong.“ Þórir segir fleiri hótel og veitingastaði hafa verið opna um áramót í ár en undanfarin ár. Erfiðara sé hins vegar um vik í kringum jólin og þar hjálpi íslensk löggjöf ekki til. „Tæknilega séð er það lögbrot að þjónusta ferðamenn með mat á aðfangadagskvöld. Þetta hefur gleymst í umræðunni,“ segir Þórir en allt sé þó á uppleið.Þessi skemmtu sér vel á brennu á gamlárskvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonFyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira