Fimmtungur starfsmanna án samnings Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 06:00 Rúmt ár er síðan að tónlistarkennarar stóðu í verkfallsaðgerðum, en haustið 2014 varði verkfall þeirra í fimm vikur. Vísir/Valli Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA. Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA.
Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira