Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónir 6. janúar 2016 08:00 Friðjón telur líklegast að úrslit kosninganna ráðist í sjónvarpi og útvarpi sem hann kallar tilfinningamiðla. Á myndinni má sjá Herdísi Þorgeirsdóttur, Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson taka þátt í kappræðum fyrir forsetakosningarnar árið 2012. Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna. Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna.
Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira