Forsetinn skiptir máli og á hann mun reyna skjóðan skrifar 6. janúar 2016 09:15 Eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar verður kosinn á þessu ári. Það er ekki fyrir hvern sem er að fara í skóna hans. Í tíð Ólafs hefur eðli forsetaembættisins breyst verulega. Ekki síst hefur það verið fyrir tilstuðlan forsetans sjálfs, sem m.a. virkjaði málskotsréttinn. En fleira kemur til. Þjóðin gerir meiri kröfu um bein áhrif á stjórnarathafnir nú en áður. Sjálfsagt hefur það eitthvað með internetið og samfélagsmiðla að gera, en staðreyndin er sú að stjórnmálamenn geta ekki lengur hunsað kjósendur í þrjú og hálft ár af hverjum fjórum. Það flokkast því fremur undir óskhyggju hjá forsætisráðherra en yfirvegaða skoðun að næsti forseti þurfi ekki að fara að fordæmi Ólafs Ragnars og skipta sér af pólitík líkt og Ólafur hefur gert m.a. með því að vísa þrennum lögum frá Alþingi í dóm kjósenda. Framvegis verður forseti einungis ópólitískur ef ríkisstjórnarmeirihluti gætir þess vel og vandlega að reyna ekki að keyra umdeild mál í gegnum Alþingi í krafti meirihlutaræðis. Og hversu líklegt er að t.d. núverandi ríkisstjórn geti haldið sér í sátt við kjósendur út kjörtímabilið? Ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að henni standa hafa svikið loforð um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB. Hún rembist eins og rjúpan við staurinn við að færa fiskinn í sjónum varanlega í hendur örfárra aðila gegn vilja þjóðarinnar. Henni hefur enn ekki tekist að ganga frá breytingum á stjórnarskránni sem tækju til auðlinda þjóðarinnar og beins lýðræðis. Þá vantreystir fólk ríkisstjórninni til að einkavæða ríkisbanka á sómasamlegan hátt. Mörg þau atriði sem hér hafa verið talin til, og fleiri sem látin eru ónefnd, hafa mikil áhrif á viðskiptaumhverfið hér á landi til framtíðar. Á meðan ekki er búið að ganga frá breytingum á stjórnarskrá sem tryggja þjóðinni síðasta orðið í umdeildum málum er það forsetinn einn sem getur vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu standi ekki vilji til þess hjá meirihluta Alþingis. Því munu kjósendur velja þann frambjóðanda sem þeir treysta til að færa valdið til þjóðarinnar frá ríkisstjórnarmeirihlutanum hverju sinni sé gjá milli þings og þjóðar í mikilvægum málum. Greinilega stefnir nú í að framboð af frambjóðendum til forseta verði langt umfram eftirspurn. Enn hafa engar kanónur meldað sig til leiks en í ljósi þess aukna pólitíska mikilvægis sem embættið hefur öðlast í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er ákjósanlegt að sá forseti sem við tekur í sumar fái afgerandi umboð frá þjóðinni. Hann eða hún getur þurft að standa fast í lappirnar gegn ríkisstjórn á kosningavetri. Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Sjá meira
Eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar verður kosinn á þessu ári. Það er ekki fyrir hvern sem er að fara í skóna hans. Í tíð Ólafs hefur eðli forsetaembættisins breyst verulega. Ekki síst hefur það verið fyrir tilstuðlan forsetans sjálfs, sem m.a. virkjaði málskotsréttinn. En fleira kemur til. Þjóðin gerir meiri kröfu um bein áhrif á stjórnarathafnir nú en áður. Sjálfsagt hefur það eitthvað með internetið og samfélagsmiðla að gera, en staðreyndin er sú að stjórnmálamenn geta ekki lengur hunsað kjósendur í þrjú og hálft ár af hverjum fjórum. Það flokkast því fremur undir óskhyggju hjá forsætisráðherra en yfirvegaða skoðun að næsti forseti þurfi ekki að fara að fordæmi Ólafs Ragnars og skipta sér af pólitík líkt og Ólafur hefur gert m.a. með því að vísa þrennum lögum frá Alþingi í dóm kjósenda. Framvegis verður forseti einungis ópólitískur ef ríkisstjórnarmeirihluti gætir þess vel og vandlega að reyna ekki að keyra umdeild mál í gegnum Alþingi í krafti meirihlutaræðis. Og hversu líklegt er að t.d. núverandi ríkisstjórn geti haldið sér í sátt við kjósendur út kjörtímabilið? Ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að henni standa hafa svikið loforð um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB. Hún rembist eins og rjúpan við staurinn við að færa fiskinn í sjónum varanlega í hendur örfárra aðila gegn vilja þjóðarinnar. Henni hefur enn ekki tekist að ganga frá breytingum á stjórnarskránni sem tækju til auðlinda þjóðarinnar og beins lýðræðis. Þá vantreystir fólk ríkisstjórninni til að einkavæða ríkisbanka á sómasamlegan hátt. Mörg þau atriði sem hér hafa verið talin til, og fleiri sem látin eru ónefnd, hafa mikil áhrif á viðskiptaumhverfið hér á landi til framtíðar. Á meðan ekki er búið að ganga frá breytingum á stjórnarskrá sem tryggja þjóðinni síðasta orðið í umdeildum málum er það forsetinn einn sem getur vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu standi ekki vilji til þess hjá meirihluta Alþingis. Því munu kjósendur velja þann frambjóðanda sem þeir treysta til að færa valdið til þjóðarinnar frá ríkisstjórnarmeirihlutanum hverju sinni sé gjá milli þings og þjóðar í mikilvægum málum. Greinilega stefnir nú í að framboð af frambjóðendum til forseta verði langt umfram eftirspurn. Enn hafa engar kanónur meldað sig til leiks en í ljósi þess aukna pólitíska mikilvægis sem embættið hefur öðlast í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er ákjósanlegt að sá forseti sem við tekur í sumar fái afgerandi umboð frá þjóðinni. Hann eða hún getur þurft að standa fast í lappirnar gegn ríkisstjórn á kosningavetri.
Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Sjá meira